Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 14
14
ins eiga þær beima. Lýsitigarnar á höll ídu, brjefið til
Aracs þar sem hún gengur að skilmálunum fyrir bardag-
anum og þó einkurn samvistir hennar við særða kóngs-
soninn er eflaust á borð við bezta skáldskap sent til er.
Hjer er hvert orð svo vandað, að varla er hægt að dirf-
ast að þýða það, þvi hver lítil breyting er til skemmda.
Sigursöng ídu hef jeg þó ekki getað stillt mig um að
þýða. Hann er hjer sem sýnishorn, dýrðlegur spádóm-
ur um komandi tíðir:
Nú eru fallnir, fallnir fjandmenn vorir.
Frækornið litla í dimmunni’, er þeir hæddu,
er risið upp, og svörðinn klauf það sundur;
trje er það nú, þess ummál enginn mælir
á allar hliðar frá sjer nú það breiðir
þúsuudir arma og þýtur móti sólu.
Nú eru fallnir, fallnir fjandmenn vorir!
Fram hjeldu þeir; á trénu vöru laufin
vökvuð af tárum kvenna; kaldir heyrðu
þeir klið af söngvum, er þeir vildu’ ei skilja;
tii falls það merktu fljótt með rauðum krossi,
og fóru að höggva — og eru hnignir sjálfir.
Nú eru fallnir, fallnir fjandmenn vorir.
Fram komu þeir með axirnar, og sögðu:
»Sko, þarna’ er trjeð, en það skal kljúfa í eldinn,
»úr því skal höggva ramma rapta í þekjur
»og borð í gólf má vel úr við þess hefla;
»í báta og br/r það getur mönnum gagnað!«
Nú eru fallnir, fallnir fjandmenn vorir!
beir fóru að höggva, en meiddu sig þá sjálfir
á höggum sínum; víst þeir vissu eigi
að viður sá var járnharður að eðii;
glitrandi axir hrukku í höndum sundur,
svo tók í armana’, upp að herðablöðum.