Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 64
04
■sjódýraleifar ekki fundizt áður hér á landi hærra en hérumbil
„200 fet yfir sjávarmál.1)
En áður lengra sé haldið frásögninni um skeljalag
þetta, verður að segja nokkuð frá því, hvaða lög hafa hlað-
izt ofaná það og mun síðan leitast við að skýra fyrirles-
andanum, hvernig þessi lög, sem þarna sjást þverskorin,
bera vott um ýmislegt ástand landsins á ýmsum tímum.
Ofan á skeljalaginu er þá fyrst malarberg (»kong!ómer-
at«) hérumbil 30 fet á þykt; er það greinilega lagskift og
hallar lögunum allmikið og öllum i sömu átt; líkist þetta
engu öðru meir en vatnsbotni, sem væri gegnum skorinn ná-
lægt ós ár þeirrar, er mikið bæri út í vatnið af möl og
sandi.
Ofan á þessu er álíka þykt lag af malarbergi, sem hefur
allt aðra gerð, en það sem nú var lýst; eru lögin þar
smærri, óregluleg og hallast í ýmsar áttir; líta þannig út
á þverskurði grjót-og sandeyrar þær, sem verða í straum-
vatni. Ofan á malarberginu er þykt hraunlag og er í
hrauninu grásteinn (dólerit) og þó nokkuð einkennilegur,
með svörtum og grænum dröfnum (augit og ólívín.) Hraun
þetta er heflað og núið i jökli. Ofan á því er ýmiskonar
túff (»samlímd eldfjallaaska«) og þussaberg, svo hundruð-
nm feta skiftir, að öllu samanlögðu. Loks sést, að allt
þetta lagasafn hefur rifnað sundur og glufan fylt af eld-
leðju, sem storknaði og stendur nokkuð upp úr móberg-
inu, vegna þess að það eyðist fljótar;— nefna jarðfræðing-
ar slíkar bergbríkur ganga.— Enn má geta þess, að eftir
að þetta eldfjallamóberg myndaðist, og gangurinn, hefur
jökull legið þarna yfir öllu.
Víkur nú málinu aftur að skeljalaginu.— ísnúnu
*) Hrúðnrkarlsskel,! sem ég fann 1899 i leirbakka við Þjórsá,
nokkru fyrir innan Þrándarholt, lá, að þvi er ég frekast veit,
einna hæzt af sjódýraleifnm, sem kunnugt var um, fram að 1902.