Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 180
180
an millibilstíma. í raun réttri bar mér líka lögum sam-
kvæmt að gegna því, þar sem ég var eldri amtmaðurinn.
En af því ég hvorki gat né vildi fara til Reykjavíkur i
marzm. þá fullmaktaði ég þáverandi ytirdómara Þórð
Sveinbjörnsson til að takast á hendur stiftamtmannsem-
bættið þangað til annaðhvort Krieger kæmi sjálfur eða
einhver af stjórninni skipaður stiftamtmaður, ef Krieger
skyldi hafa fengið embætti í Danmörk. En jafnskjótt
sem Krieger frétti með póstskipinu, að Ol. Finsen var
dáinn, þá brá hann við og fór hingað til lands og tók
aftur við embætti sinu i júiiím. svo að það var hepni
fyrir mig að ég fór ekki til Reykjavíkur til að gegna
öðru embætti um svo stuttan tínra.
Áriu 1837 og 1838 bar ekkert markvert við mér til
handa. Ég hélt áfram vanalegum embættisstörfum mín-
urn auk þess að ég a þessurn árum fór um Snæfellsness-,
Dala-, Barðastranda- ísafjarðar- og Strandasýslu. Meðal
annars hef ég ávalt átt þvi sérstaka láni að fagna á emb-
ættisferðum minurn, sem bæði hafa verið margar og
víða, að ég hef fengið æskilegasta veður. Svo var einn-
ig i þetta sinn. En eftir heimkomuna fann ég samt að
þess konar ferðalag tók miklu meira á mig en áður,
og hef ég þrí stundum iðrazt eftir að ég við fráfall Is-
leifs Einarssonar jústitiaríusar (haustið 1836) sótti ekki
um þetta náðuga embætti, sem hefði átt svo séilega vel
við vaxandi aldur minn. Reyndar hefði ég mikils í mist
að embættistekjum til, en ég hefði þá losazt við skrif-
stofuhald, gestanauð, ferðalög og margt annað, svo ég
hefði ef til vill ekki svo miklu tapað þegar öllu var á
botninn hvolft.
Með konungsbréfi 22 ág. 1838 var svo fyrir skipað,
að Bardenfleth stiftamtmaður, ég, B. Thórarensen, amtmaður,
St. Jónsson, biskup, Þ. Sveinbjörnsson, jústitiarius, Árni stift-
prófastur Helgason, sýslumennirnir kammerráð P. Melsteð,