Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 153
153
samt jafnað að nýju, er ég kom til sjálfur, og vildi það
til, að C. var um þær mundir litilsvirtur í Kaupmanna-
höfn ekki síður en hann var óþokkaður á Islandi. Að
því er bankann snerti, vildi það Thorgrímsen einnig tii
hamingju, að amtmaður á Islandi (Stefán Stephensen)
hafði glæpzt á peningum bankans og gert afarilla grein
fyrir, sem ég bæði hef séð sjálfur og þess utan veit frá
einum vini mínum í bankanum, sem þessu máli er gagn-
kunnugur og enn er á lífi.
Undir eins og ég var aftur kominn, heimsótti ég
alla hoilvini mína, og tóku þeir mér einkar vel. Þegar
ég gekk fyrir Mösting til viðtals, vék ég að því við hann,
að ég á næsta vori mundi sækja um Arnessýslu, ef hún
yrði laus og ekki byðist betra. Hann réði mér óðara
frá því og sagði mér, að ég skyldi heldur bíða svo ég
gæti orðið amtmaður á íslandi, og að aðgangur til sín
skyldi jafnan standa mér opinn. Fyrir íramtíðarvonir
mínar og hégómagirni vóru þetta einkar ánægjuleg orð.
í íslenzku verzlunarnefndinni og austrænu verzlunar-
félagsnefndinni hafði ekkert verið gert meðan ég var í
burtu. Undir árslokin gafst mér oft kostur á að tala
einslega við Moltke greifa og Wormskjold. Einu sinni
áður hafði ég sagt greifanum frá, að ég hefði samið og
ætti tilbúna í handriti ritgerð um gjöldin á íslandi, og
væri mér hugur á að fá hana prentaða, en ég væri hrædd-
ur um að ég fengi engan forleggjara að henni. Hann
sagði, að ég skyldi ekki gera mér neinar áhyggjur út af
því, en láta að eins prenta ritgerðina. Þegar hún var
fullprentuð, borgaði hann kostnaðinn, sem mig minnir
að væri 200 rd., og var það gjöf frá hans hendi. Auk
þess auðsýndi hann og Wormskjold mér þann góðvilja,
að lesa, áður en prentað var, þann kafla i ritgerðinni,
sem er um hið nýja jarðamat, og sem ég ekki þorði að
láta prenta nema að fengnu æðra samþykki, (þegjandi