Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Page 1
Alfred Tennyson
Eptir
Sigfús Blöndal.
I.
Arið 1832 er tímamót í bókmenntum Norðurálfunn-
ar; þá deyr skáldkonungurinn Goethe á Þýzkalandi, og
»töframaðurinn mikli«, Walter Scott, á Skotlandi. Og
hin mikla kynslóð af skáldum sem var þeim samtíða er
dottin úr sögunni, sumir þeirra dánir á bezta aldri svo
sem Byron, Schiller, Shelley og Keats, nokkrir lifandi enn
lítt starfandi svo sem Wordsworth. A Englandi er Walter
Savage Landor hjer urn bil sá eini sem með óþreytandi
fjöri heldur áfram að rita. En annars er sem þögn hvíli
yfir bókmenntum Englendinga, og flestir þeirra höfunda
sem korna fram virðast sem dvergar i samanburði við
mikilmennin á undan; það er eins og skuggar hinna miklu
framliðnu kappa skyggi á lífið, og þar hverfa þeir, sem í
fótsporin ganga.
En smámsaman hverfa skuggarnir; nýjar hugsanir
koma fram er tímar liða, og menn fara að veita eptir-
tekt þeim skáldum, sem ekki láta sjer nægja að stæla þá
sem á undan fóru, heldur reyna að fylgja tíman-
um, hugsa um hans mál og skýra þau fyrir sjálfum sjer
og öðrum. Einmitt 1832 kemur út forboði nýja tímans
og nýrrar stefnu í skáldskap Breta, »Poems« (kvæði) eftir
Alfred Tennyson. Og um miðja öldina er komin ný
1