Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 24
24
ur og lætur sjer fátt um finnast er hann heyrir um heit-
strenginguna; telur slíka leit að eins hæfa Galahad og
öðrum örfáum er sjeu honum líkir í hreinu líferni og
heilagleika, og segir illa hugur um afdrif hinna. Samt
bannar hann þeim ekki að fara og leggja þeir svo á stað
í leitina. En svo fer sem konung hefur grunað, flestir
gefast upp, aðrir farast í torfærum. Galahad sjer kaleik-
inn, og hverfur inn í riki dýrðarinnar; Percival sjer hann
líka og gjörist heilagur maður síðan. Bors gamli, hraust-
ur og gætinn riddari, sjer hann i vitrun er hann er hneppt-
ur i fangelsi hjá heiðingjum, og Lancelot íær og sjeð hann
líka, eptir margar undarlegar raunir, en [ ó hulinn rauðum
silkidúk, og hann skilur að hann er ol syndum hlaðinn
til þess að geta sjeð sjálfan kaleikinn. Koma fáir aftur
af öllum þeim er í leitina fóru, og er nú þunnskipuð
sveitin kringum »Kringlótt.a Borðið«.
Næstu tvær kviðurnar »Pelleas og Etarre« og »Sein-
asta burtreiðin«, sýna nú hvernig los kemst á allt við hirð-
ina. Riddararnir leggjast í sukk og svall, Trístram, fræg-
ur á íslandi, gortir af afrekum sínum hjá kvennfólki; hin
foma dýrð og riddaraskapur er á förum Einn af ridd-
urunum gerir uppreisn móti konungi, og riddarar Arþúrs
sýna skrælingjaskap af sjer er þeir hegna honutn. Allt er
á fallanda fæti; svikarinn Mordred sjer að hans tími er
kominn; hann gerir drottningu og Lancelot óvært við
hirðina, og er konungur kemur heim úr leiðangrinum
gegn uppreistarmanninum, finnur hann að drottning er
strokin með Lancelot. Hirðfífl hans, er reikar grátandi
um auðu salina í konungshöllinni, er hinn einasti er á
vegi hans verður.
Næsta kviðan er »Guinevere«. Drottningin er farin
í klaustur, og aðalefnið er samtal milli hennar og ungrar
nuunu, sem ekki þekkir hana og er að segja henni frá
Guinevere drottningu og bölvun þeirri er hún hafi bakað