Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Page 28
28
likingum úr mannlifinu, og ríki náttúrunnar. Það er sum-
staðar óljóst, og til þess að geta notið þess til fulls þarf
talsveiða heimspekilega og sögulega þekking. Fjöldi hóka
og ritgjörða hefur verið ritaður til að útskýra það,
og sýnir það bezt hvaða þýðingu menntuðum Rnglending-
um og Amerikumönnum finnst það hafa.
V.
Leikrit Tennysons eru þau rit hans sem minnst á-
hrif hafa haft, enda eru sum þeirra heldur dauf og ó-
merkileg1, og öll eru þau betur löguð til lesturs en til
að sýna á hiksviðinu. Þvi verður samt ekki neitað að
bæði »Queen Marv« og einkum »Becket« bera vott um
nákvæma sögulega þekkingu og djúpan skilniug á viðburð-
unum; því miður getur lesandinn aldrei gleymt því, að í
raun og veru var Blóð-María alveg óhæf sem stjórnandi
landsins, og að í deilum Hinriks kotiungs 3. og Thóm-
asar erkibiskups hafði konungur heil.brigða skynsemi og
velferð ríkisins sín megin, og eins og á stóð varð dauði
Beckett’s til hamingju fyrir England. Þetta sjer Tenny-
son líka, en skáldið í honum er svo sterkt að hann reyn-
ir að fá lesandann til að gleymr. skammsýni og þrjózku
Beckett’s, með því að taka allt það góða og göfuga fram,
er í honum bjó, og að því er Blóð-Mariu snertir tekst
honum að Iáta lesandann kenna í brjósti um þessa veslings
konu; var það ólán hennar sjálfrar og þjóðarinnar að hún
varð að sitja í drottningarsessinum á alvatlegum tíma-
mótum og fást við vandamál og stórvirki, er hún var ekki
fær um að greiða nje vinna.
Það eru ágætiskaflar í þessum og öðrum leikritum
Tennysons, en heildin et aldrei ágæt. Það sem Tenny-
1) „Tlie J’roraise of May“ er t. d. með öllu ósamboðið eins
vandvirku skáldi og 'l’ennyson var.