Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Síða 32
32
Af öðrum kvæðum af þessum flokki vil jeg að lok-
um að eins betida á »Dora«, »Lækurinn«, »Draumar við
hafið« og »A barnaspítalanum«; í síðasta kvæðinu er
það hjúkrunarkotia á barnaspitala sent segir frá dálitlu
atviki, sem þar hefur fyrir komið. Tvö lítil stúlkubörn
lágu dauðveik með öðrum fleirum í sömu stofunni;
önnur litla telpan, sem er veikari, heyrir lækninn segja,
er nann hyggur hana sofa, að hann verði að skera á
henni á morgun, en hún rnuni varla lifa það af. —
Læknirinn og hjúkrunarkonan eru bæði mjög hrygg, en
er læknirinn er gengin út og litla stúlkan heldur að
hjúkrunarkonan sje farin líka, fer hún að spyrja hitt
barnið, hvað hún eigi að gera; hún hafi heyrt lækninn
segja, að hún rnuni ekki lifa það af; hin segist mundi
biðja Jesús að hjálpa sjer, ef hún væri í liennar sporum.
»Já, það skal eg gera«, segir hin, »en ef jeg nú bið
hann um það, hvernig getur hann þá vitað, að það er
jeg, því nú eru svo mörg rúm hjerna i stofunnir« Hin
hugsar sig dálítið um og svarar svo: »Emma, taktu
handleggina upp undan og legðu þá ofan á sængina, því
Guð hefur svo ákaflega margt, sem hann þarf að líta
eptir, svo þú verður að segja honum það skýrt, að það
sje litla stúlkan, sem liggi með handleggina ofan á sæng-
inni!« Um morguninn þegar læknirinn kom, var hún
dáin.
Fornöldina grísku og rómversku, sem Tennyson
unni af hjarta, hefur hann notað sem vrkisefni í nokkur
kvæði; í »Oenone« er yndisleg lýsing á ástarharmi dísar-
innar Oenone, er Paris, sonur Priams konungs í Tróju-
borg, hefur svikið hana; segir hún frá allri sögunni um
dóm hans milli dísanna. Annað kvæði »Dauði Oenone«
segir frá því, er hún fleygir sjer á bál Parísar. —
Náttúrulýsingarnar í kvæðum þessum eru samt ekki eins
lifandi og fjörugar eins og í kvæðum þeim, sem hann