Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Page 35
35
varð vitstola og dó. Annað ágætt kvæði er úr fornöld
grisku kirkjunnar um »Símeou á súlunnú (St. Símeon
Stylites), trúarofsamann er píndi hold sitt með því að lifa
árum saman uppi á hárri súlu. Kvæðið lýsir ;r_eð voða-
krapti hinu undarlega samblandi sálarkrapts og cijákðrar
ofstækistrúar og hégómagirndar dýrðlingsim
VI.
Það eru til meiri skáld en Tennyson, víðsýnir menn
með augun opin fyrir fleiri hliðum á tilverurtlri, rnenn er
þekktu fátækt og örbyrgð af eigin reynslu og gátu lýst
því með meira krapti en hann, menn gæddir stórfenglegra
ímyndunarafli, skáld sem hafa talað svo að hjörtu rnann-
anna hafa skolfið viðsvegar um heim, menn sem hafa vakið
fleiri sálir til starfa. Eu fáir hafa slíkir menn verið, og
í formfegurð og skáldlegri snilld hefur enginn komizt fram-
ar en Tennyson. Hann verður fyrst og fremst uppáhalds-
skáld sinnar eigin þjóðar; áhrif hans á enskar bókmentir
eru þegar mikil, og skáldamálið enska mun um margar
aldir óefað bera hans menjar.
Það eru til margar sögur, sem sýna hvað kvæði Tenny-
son’s hafa læst sig inn í huga enskrar alþýðu. Ein er
allskrítin og set jeg hana hjer. Tennyson orti ágætt kvæði
sem hann kallaði »The Northern Cobbler« (»Skóarinn að
norðan«); er þar skósmiður að segja mági sínum, sem er kom-
inn úr langri sjóferð, hvernig það hafi atvikast að hann
hafi orðið bindindismaður. Nokkru eptir að kvæðið kom
út var Tennyson á gangi í Covent Garder.; þá kemur til
hans luralega klæddur maður og rjettir honum hendina.
—»Eruð þjer Mr. Tennyson? —» Jál — « Sjáið þjer, hjerna
er nú jeg. Jeg hef verið fullur 6 dagana í vikunni, en ef
þjer viljið taka í hendina á mjer, þá fari jeg í helvíti ef
jeg nokkurn tímann drekk mig fullan apturl« —
3*