Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Page 42
Työ kvæði eftir Yictor Hugo.
Skáldið frakkneska, sem er höfundur tveggja eftirfar-
andi kvæða, Victor Marie Hugo,* er lítt kunnur hér á landi,
og er hann þó óefað að öllu samanlögðu hið mesta skáld, sem
Frakkland hefur átt. Hann er fæddur j.6 Febr. 1802 í
Besancon. Faðir hans var einn af fvrstu sjálfboðaliðum
þjóðveldisins frakkneska og varð síðan liðsforingi undir
yfirforustu Napóleons; flæktist þá Hugo ungi allviða með
foreldrum sínum og nokkuð af barnæsku sinni lifði hann
á Italiu og Spáni. Varð hann því snemma fyrir margs-
konar áhrifum, sem höfðu mikil og varanleg áhrif á
imyndunarafl hans og tilfinningalíf. Móðir hans var af
hug og hjarta fylgjandi Bourboningum og rammkaþólsk
i anda og i þeim sama anda uppól hún son sinn. Atti
fyrst eftir ósk föður hans að setja hann í »otfíséra«
skóla, en ekki varð af því og bar það til þess, að skáld-
skapargáfa Hugós kom afarsnemma i ljós og vildi hann
ekkert verða nema skáld; er til marks um það, að
hann 15 ára gamall kepti til skáldverðlauna akademíisins
frakkneska með fræðikvæði einu, og þótt hann bæri ekki
verðlauninúr býtum, þá hlauthann sarnt lofsorð fyrirkvæðið;
orti hann nú hvað af hverju meira svo rnenn fóru
að veita honum mikla eftirtekt og Chateaubriand,**
eitt af höfuðskáldum Frakklands, sem þá vóru, kallaði
hann »l’enfant sublime* (barnið háfleyga). i822gafhann
*) frb. tíýgó.
**) frb. Sjatóbriang.