Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Side 56
56
Sem blómsturilmur ástin var á sveimi.
Náttúran hyr var bætSi barn og tröll, —
Og morgunsól með undrun ofan horfði.
3.
Hinn vænsti dagur var það, sem að enn
Á veröld skein frá morgunroðans dís.
Með helgum titring saman enn í einu
Flaut haf og þangið, höfuðskepna og vera.
Hið skærsta heiðljós skein í efsta himni
Og lók um tinda langt í djúpi niður.
Á hlynum laufin hvísluðust sem blíðast
Og geislar lögðust ljúft með ástarhyru
Á iðjagrænan dal. Þá sátu þar
Gagntekin tvö og tilbiðjandi horfðu
1 ijósan himin, lífsglöð, sæl af elsku
Og hugfangin af öllu, sem þau sáu.
Svo undu þar í skóg við skuggsjá vatnsins,
Með fætur vætta silfurbylgjum smáum,
Hinn fyrsti maður og hin fyrsta koua.—
Og bænar augum ver til vífsins leit.
4.
í helgri nekt sér Eva fangin undrun
Hinn bláa himin; bjartleit heilsar Eva
Rósfríðri systur, röðulbrúði dagsins.
Kvenlíkan dásamt! aðall jarðlegs efnis,
Gagntekning andans gegnum jarðarleirinn,
Sem guðdómsveran hefir höndum farið!
Þú efni, sem að sálin skín í gegnum,
Þú leir, sem ennþá geymir fingraförin
Þíns myndara, hins mikla guðs á hæðum.
Þú vígða ker, sem heillar munu og hjarta,
Svo hreint og heilagt! — ó svo sterk er ástin,
Svo sigursterk brýzt sál í gegnum hjúpinn,
Að vakin munuð verður sjálf að hugsun;
Og enda’, er heunar lysting slær í loga