Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Side 58
08
Þeim yndismesta sólardegi, er signdist
Af hreiðurbúum ljóð-gjallandi lima,
Af skýjum, lækjum, hunangsb/ja hnöppum,
Af dýrum, klettum, — hverskyns helgum verum,
Sem nú á jörðu eiga óljós heiti,—
Eins og á þessum degi sýndist svo
Að konan væri meiri sínum manni.
6.
Hvers vegna konan? hví er þessi lotning
Og ást svo klökk í guðdóms-fyltum geimi?
Hví hneigir láð og loft því eina höfði?
Hví hljóma söngvar? hví mun árdags eygló
Með hátíð slíkri heiðra þessa einu?
Hvi' titra geislar, bifast vatna bylgjur?
Hví frambrýzt þessi fogins-aigleymiugur
Og opuast hellrar móti morgunljóma? *
Hví leggur sætan ilm um alla fold
Og geislaskin svo glatt um víðan himin?
Hugsandi sátu saklaus hjónin fríðu.
7.
A meðan dansa dansinn ástarglaða
Dalverpið, vatnið, stjarnan kringum Evu;
Frá blásal himius brúði dagur heilsar;
Hvei vera og hlutur augun festi á fljóði,
Vatnsbylgjur helgar — og sem æðstu prestar
I vígðum skóg — hin tignarháu tré.
Og innilega — alt af meir og meir —
Með lotning hvíldi á himinfríðri Evu
Hið ljúfa tillit alls, sem hana hylti,
Frá efstu hæðum og frá neðsta djúpi,
Frá ljósi, skugga, blómstrum, himinbiáma,
Kliðsnjöllum fuglum, klettum þagnarríkum.
Og Eva varð í yfirbragði föl
Og fanu að eitthvað undir hjarta bærðist.
------sse-------