Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Page 71
Þormóður sagnaritari Torfason.
(Thormodus Torfæus).
Eptir
Janus Jönsson.
Það var árið 1702, að rit Þormóðar Torfasonar um
Danakonunga: (Series Dynastarum & Regum Daniæ) var
prentað, og þótt önnur rit hefðu áður verið prentuð, er
hann hafði samið, má þó telja, að hin rnikla ritfrægð
hans hefjist eiginlega, þegar áður nefnt rit hans kom út,
enda var það miklu merkara en hin fyrri rit hans og
vakti afarmikh athygli meðal lærða manna. Það má því
að minni ætlun líta svo á, að nú sje tveggja hundraða
ára afmæli ritfrægðar þessa landa vors, er einna mesta
frægð hefur getið sjer fyrir rit sín meðal útlendra manna
af öllum íslendingum. Sje það nú skemtilegt fyrir oss,
að minnast þeirra manna útlendra, er til nytsemdar hafa
verið bókmentum vorum, þá er hitt eigi síður skemtilegt
að minnast þeirra landa vorra, er frægir hafa orðið meðal
útlendinga fyrir vísindastörf sín, og verið til sóma þjóð
vorri og bókmentum, og þar er Þormóður Torfason
fremstur i flokki. Þar sem nú svo stendur á, að um
þessar mundir eru liðin 200 ár, siðan er áður nefnt rit
hans kom út og ritfrægð hans hófst, þá sýnist eiga vei
við, að vjer mintumst hans að nokkru, enda ætla jeg, að