Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Qupperneq 75
75
komast til Kaupmannahaínar; fór því Þormóður með skipi
þvi, er hann sigldi á, til Kristjánssands í Noregi, og varð
að vera þar um veturinn. Um vorið 1659 ætlaði hann
að komast til Kaupmannahafnar með hollenzku skipi, en
eigi tókst þá ferðin betur en svo, að hann varð tekinn
af sænskum sjóvikingi, og var farið með hann til Jótlands.
Loks slapp hann þó úr þessari prisund, og komst til
Kaupmannahafnar í júlímánuði. Þá hafði skömmu áður
borið svo við, að síra Þórarinn Eiríksson, fornsagnaþýðari
konungs, hafði fallið ölvaður í borgargrafir Kaupmanna-
hafnar, og drukknað. Þessi maður hafði orðið prestur
að Eydölum 1651; en komst í ljótt bnrngetnaðarmál og
fór þá utan, er hann hafði verið settur af embættinu.
Kom hann sér svo i mjúkinn hjá Friðriki III., að hann
fjekk þá stöðu hjá konungi, að þýða íslenzk fornrit, og
var hann hinn fyrsti, er þá stöðu fjekk. Síra Þórarinn
var hinn mesti drykkjumaður og slarkari. 1656 sendi
konungur hann til Islands til að safna fornritum, en hon-
um varð litið ágegnt. Þormóður Torfason fjekk nú þá
stöðu, er Þórarinn hafði haft, og var það að þakka manni
þeim, erHans Diepholthjet ervar æðsti veiðivörðurkonungs,
og Henrik Bjelke, höfuðsmanni á Islandi, er studdi það
mál. Voru launin 300 rd. og bústað fjekk hann i kon-
ungshöllinni. Þormóður tók þegar til starfa, og vann af
miklu kappi. Konungur hafði sjálfur eftirlit með starfi
hans og kom opt til hans, skoðaði, hvað hann hefði af
hendi leyst, og sagði fyrir, á hverju byrja skyldi. Við
þetta starf var Þormóður í tvö ár, og eru þýðingar hans
mörg bindi í arkarbroti, og eru þau geymd í konungs-
bókhlöðunni, enda hafði Þormóður nú snúið flástu því,
er fyrir hendi var. Hann fór þá þess á leit við konung, að
að hann yrði sendur til Islands, bæði til að taka sjer frarn
í fornmálinu, og til að safna fornum handritum. Kon-
ungur tók vel í það mál, og varð það að ráði, að senda