Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Page 89
í>9
til þess að geta komið upp skógi; en þau mannvirkt
eru til þess, að koma í veg fyrir að vatnið steypist
niður af fjöllunum i asahlákum; það á að sitra seint og
hægt gegnurn moldarlag skóganna, sem rótatægjur trjánna
halda saman. Verkið hefir verið vandlega gert; það hefir
sýnt sig, að takmarkinu verður náð, og Frakkland kostar
nú á ári hverju svo miijónum skiftir til •/>rcboisement des
montagnes« (endur-skóggræðslu fjallanna). Hver frakknesk-
ur maður er hróðugur yfir því og önnur lönd t. d. Sviss
og Austurríki hafa gert eftir dæmi Frakklands.
Einnig Danmörk hafði skógmál með höndum í lok
18 aldar. Það vofði yfir mönnum eldiviðarskortur og
allir ræddu það mál fram og aftur eins og eitt af mestu
nauðsynjamálum landsins. Menn höfðu eytt skógunum í
ógegnd og farið illa með þá. A sarna tíma var hreyfing
og fjör í þjóðinni; akuryrkjunni var frelsi veitt og þeim
sem hana stunduðu; menn með heitu hjarta stýrðu rikinu,
en sérþekking var engin til i skógræktarlegum efnum.
Jafnframt og frelsislög voru gefin fyrir akuryrkjuna, voru
þvingunarlög gefin fyrir skógyrkjuna; þetta var að visu
gert með dugnaði, með tökum á að stjórna ríkinu. Mark-
miðinu varð náð, skógareyðingin hætti, en á skógmálið
kom ekkert skrið; það sofnaði út af og svaf í hér um
bil 80 ár. Eftir miðju 19 aldai og óhappastriðið 1864
kemur upp nýtt skógmál i Danmörku: Það, sem tapast
út á við, skal vinnast inn á við. Dalgas tók fyrir að rækta
upp Jótlandsheiðar; haun sneri sér til þjóðarinnar sjálírar
og fékk hana til að taka málið að sér. Það var öflug
og varanleg hreyfing og það er sérþekking í skógræktar-
legum efnum, sem heldur henni uppi; framkvæmdarféð
nemur '/2 miljón króna á ári hverju og er því varið til
heiða ræktunar.
Þýzkaland hefir mikla skóga og er þar einnig gróð-
ursettur skógur á heiðunum. En skógmál sem þjóðlegt