Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Page 91
91
með svo feldum hætti gat málið ekki haft framgang; þjóð-
in var ekki með í því.
Svíariki er eitthvert hið skógrikasta land; það lifir
og hefir mikið til lifað af skógum sinum, enda lika eytt
þeim helzt til freklega. Það hafa þjóðræknir menn séð
og reynt að reisa skorður við, en sú viðleitni mætti mót-
spyrnu likt og i Ameriku. Skógmálið hefir samt öflugt
fylgi í Sviariki; þjóðin finnur að það er hennar málefni
og Svíaríki á duglega skógfræðinga og kann að nota þá.
Það hafa þá líka á þessu ári verið samþykt verndunarlög
fyrir skógana i Svíaríki og þó ég hafi ekki fengið tóm
til að kynna mérþau, þykist ég samt mega vera sannfærð-
ur um að þau muni að góðu gagni koma.
Noregur hefir farið enn óþyrmilegar með skóga sína
en Svíaríki. Þegar »millíarðarr.ir« frönsku eftir árið 1871
gerðu glundroða á marköðum Evrópu, þá var það eitt meðal
annars, að timburverð hækkaði gífurlega. Eystrasaltslönd-
in: llússland, Finnland og Sviaríki tvöfölduðu þvi á tveim
áruni timburútflutning sinn; en Noregur stóð i stað;
hann gat ekki aukið timburútflutning sinn; það var búið
að ganga skógunum nær en svo. Stórir flákar vestan til
á. Noregi eru nú skóglausir; það horfir til þjóðaróhamingju
og þess vegna hefir Noregur nú íengið sitt skógmál.
Skógfræðingarnir norsku höfðu lengi kært á hendur skóga-
eigendunum, en ekki fengið áheyrn; þvert á móti höfðu þeir
mætt beiskri óvild og misþokka. Þegar nú einstakir menn
og þar á meðal einnig skógareigendur, sem fundu þjóð-
félags þörfina, tóku sig til og vöktu skógmál Noregs
,(,Skogselskab. Konsnl Jxel Heiberg) þá var í fyrstunni ein-
hvers konar rigur milli þeirra og þekkingarmannanna.
Þegar sá rigur hvarf og þekkingin veitti sitt fulltingi, þá
fyrstkom skrið á skógmál Noregs, svo það varð að þjóðarmál-
ofni. — Éger nú kominn svo nálægt Islandi sem komizt verður.
A nú Island sitt skógmál? og hvað er svo þetta