Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Page 119
119
var það sem ég hafði meðferðis af peningum meira en
250 rd. (200 rd. frá Gröndal og 50 frá biskupinum) og
meira gat ég ekki búizt við að fá, nema hvað Gröndal
lofaði að rétta mér hjálparhönd framvegis, ef efni sín
leyfðu. Meðmælisbréf hafði ég með mér til Hafnar frá
Frydensberg landfógeta til klæðsala O. Lund, og mun
ég hafa átt það að þakka skrifara landfógetans, æskuvin
minum Sigurði Thorgrímsen; vóru þeir Frydensberg og
Lund báðir ættaðir frá Horsens á Jótlandi. Bréfinu skil-
aði ég Lund sjálfur, en hann las það, að því er prér
virtist, án þess að gefa því frekari gaum og lét mig fara
við svo búið. En nokkrum dögum síðar sendi hann eft-
ir mér og gaf mér þá klæði í alfatnað, lofaði að
borga miðdegismat minn méð 5 rd. á mánuði og lét
mig borða hjá sér kvöldverð tvisvar í viku. Þessi vel-
gerð af alveg ókunnugum manni kom mér mjög óvænt.
Af hinum öðrum meðmælisbréfum frá Vídalin biskupi og
Gröndal til ýmsra höfðingja í Kaupmannahöfn hafði ég
alls engin not.
Arið 1805 tók ég examen philologicum með beztu
aðaleinkunn og ágætiseinkunn í grísku, eðlisfræði og
heimspeki. I grískunni var hún óverðskulduð, en i la-
tinu hafði ég vonazt eftir að fá hana og gert mér mikið
far um það. Heimspeki, grísku og eðlisfræði hafði ég
mestar mætur á, enda vóru fyrirlestrar prófessoranna
Tieschows, Búgges og Sverdrúps í þeim fræðigreinum svo
ágætirað ég varð gagntekinn af þeim. Fyrirlestra Tres-
chows yfir alla parta heimspekinnar sótti 'ég í heilt ár
og hafði ósegjanlega mikið gagn af því. Jafnharðan og
við Arni Helgason vórum búnir með examen artium,
höfðum við fengið herbergi saman á Garði (Regents) og
héldum þvi allan þann tíma sem hann var við háskólann.
Að búa með honum og lesa með honum var mér til
ómetanlegs gagils, því hann var miklu stöðugri í sér og