Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Síða 155
155
af þvi, en kins vegar tók það frá mér talsverðan tíma.
Þannig bauð etatsráð Thorkelin mér nálega ætið, er hann
hélt fjölmenn gestaboð; eins bauð etatsráð Thorlacius mér
við og við, en honum hafði ég orðið nákunnugur á heim-
áli föður hans, jústitsráðs Sk. Thorlaciusar, því þar kom
•ég frá árinu 1808 þetta einu sinni og tvisvar i viku og
hélzt það unz hann andaðist 1815. A handleiðslu í lög-
fræði byrjaði ég nú aftur, því laun min, (300 rd. að mig
minnir), vóru með öllu ónóg, einkum þar sem ég þurfti
að halda mig sómasamlega, — ef ekki prúðlega, — að
húsavist og klæðaburði. Fréttirnar frá íslandi í »ísl.
sagnablöðum« frá 1804—1817 samdi ég á þessu hausti,
mestmegnis eftir drögum, er ég fékk til þess frá þáverandi
dómkirkjupresti Arna Helgasyni. Ég hafði nú og eftir heim-
komuna tekið við forsetastörfum í K.hafnardeild hins
ísl. bókmentafélags.
Þegar Arnessýsla losnaði 1819, þá sótti ég um hana.
En Mösting réði mér frá því nú í annað sinn; eins gerði
Wormskjold, einkum er hann skildi það á mér, að ég
ógjarnan vildi fara frá Kaupmannahöfn, nema ég kæmist
í einhverja þá stöðu, þar sem ég væri nokkurn veginn
frjáls og hefði rýmra starfsvið. En þótt ég sækti um
Arnessýslu, þá var mér samt aldrei full alvara með það,
og þótti mér ekki nema vænt um, þegar dugnaðarmaður-
inn, kansellíráð og sýslumaður Þórður Björnsson sótti um
hana og fékk hana; því fyrst var það, að mig langaði
ekkert í sýslumanns embætti á Islandi; í annan stað vant-
aði mig hús og ábúðarjörð og að endingu hafði ég megna
óbeit á að standa undir öðru eins yfirvaldi og stiftamt-
manni Castenskjold, eða hverjum öðrum, ef til vill af
sama tagi, sem yrði eftirmaður hans. Þetta var nú hér
um bil um sama leytið sem Castenskiold var lausn veitt
frá embætti hans, fyrir þá sök, að hann var ófáanlegur
til að fara til Islands aftur, enda var það mörgum öðrum