Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Qupperneq 186
186
dersen og Þ. Jónassen verið með þvi að flytja skólann,
en báðir hinir, A. Helgason og J. Thorstensen ásamt bisk-
upinum Steingrími Jónssyni vóru á móti þvi; sjálft há-
skólastjórnarráðið var flutningnum meðmælt. Undir
eins og málið kom til umræðu i nefndinni varð algerður
ágreiningur, því stiftamtmaðurinn, jústitiarius, landfógetinn
og Melsteð kammerráð vóru með flutningnum, en bisk-
upinn, stiftprófasturinn, amtmennirnir báðir og þeir sýslu-
mennirnir B. A. Blöndal og Jón Jónsson vóru honum
mótfallnir. Af þeirri orsök var ekki valin nein nefnd til
að íhuga og ræða með sér málið, en stiftamtmanni var
í einu hljóði falið á hendur að sernja þann hluta af álit-
skjali embættismanna-nefndarinnar til skólaráðsins sem
mælti með flutuingnum, en mér á sama hátt að semja
þann hlutann, sem frá honum réði. Þetta varð mér því
fremur erfitt verk og umfangsmikið sem ástæðurnar með
og móti eru margar og miklar, en ekki hægt að ætla á
afleiðingarnar í svo vafasömu málefni. En um það
ætla ég ekki að fjölyrða meir á þessum, stað en bæta því
við í fróðleiks skyni, að skólastjórnarráðið í bréfi til stifts-
yfirvaldanna 1838 skýrði svo frá, að fyrir jarðeignir Skál-
holts-stóls hefðu fengizt 30,031 rd. 77 sk. í d. kúranti, eða
eftir mismuninum á hinni gömlu og nýju mynt 80,082
rd. 87 sk., en fyrir Hólastóls jarðeignirnar hérum bil 70,000
rd. til samans um 150,000 rd., en svo mætti reikna, að
fasteignir þessar eftir núverandi verðlagi gætu selzt fyrir
385,445 rd., og hefði því tapazt 235,000 rd., sem sam-
svarar árlegum vöxtum, 9400 rd., og til þeirrar upphæð-
ar ætti skólinn eftir skoðun skólastjórnarráðsins samkvæmt
konungsbr. 2 okt. 1801 lögmæta kröfu til ríkissjóðsins.
Gegn þessu mætti koma með mjög mikilvægar athuga-
semdir, einkum að því er fjárkröfuna snertir og hið alveg
óvissa mat á því, fyrir hverja upphæð jarðirnar nú mnndu
geta selzt, sem og mismuninn, sem reiknaður er i tilefni