Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 7
2
Jón Helgason:
Prestafélagsritiö.
gert píetista-uppeldi hjá fósturföður sínum, er var heittrúar-
maður mikill og rammur andstæðingur allrar skynsemistrúar-
stefnu, svo sem þegar hafði komið fram í ritgjörðum hans
um »Evangelisk kristilegu messusöngsbókina*, þar sem hann
deildi á trúarstefnu Magnúsar konferenzráðs. Þó er svo að
sjá á »Minnisbók« Hálfdánar, sem enn er til — dagbók,
sem hann hélt frá 1824 til æfiloka —, sem tilgangur hans
hafi verið sá að »lesa heima« hina næstu vetur, fara síðan
utan aftur og ljúka embættisprófi. En úr þessu varð þó ekki.
Hálfdán hafði lofast frændkonu sinni Álfheiði um það leyti,
er hann fór úr skóla, en hún mun hafa verið sex árum eldri
en hann og því að líkindum verið þess lítt hvetjandi, að hann
færi utan til náms aftur. Því var líka það ráð tekið haustið
1825, að þau giftust, til þess næsta vor að setja bú á Rúg-
stöðum, andspænis Möðrufelli fyrir austan Eyjafjarðará. Um
stórbúskap gat þar ekki verið að ræða, því að Rúgstaðir voru
ekkert stórbýli, þótt vel mætti bjargast þar. Af »Minnisbók-
inni« má þó ráða, að þeim hjónum hafi búnast fremur vel
þessi ár, sem þau bjuggu á Rúgstöðum. En sennilega hefir
Hálfdán, er til lengdar lét, ekki getað felt sig við bónda-
iðjuna, enda var hann alla æfi bókhneigður mjög, auk þess
sem bæði rétturinn til prestskapar, sem Bessastaðaskólastúd-
entar höfðu, og guðfræðinámið mun hafa ýtt undir hann að
hverfa frá þeirri iðju og gerast prestur. Hann sótti því um
Kvennabrekkuprestakall og fékk veitingu fyrir því í marz
1830, en prestvígslu tók hann af herra Steingrími biskupi
20. júní s. á.1)-
1) Sama dag vígöust þeir Björn Þorvaldsson (Böðvarssonar), er síð-
ast var prestur í Holti undir Eyjafjöllum, og Jón Jónsson, mágur Hálf-
dánar, er þá varð fyrst aðstoðarprestur og síðan eftirmaður föður síns
í Grundarþingunum. Jón hafði numið skólalaerdóm að mestu í Dan-
mörku, útskrifast úr Helsingjaeyrarskóla 1808 og eftir nokkurra ára
árangurslítið guðfraeðinám gerzt kennari í Slagelse og kvænzt danskri
konu. Eftir 22 ára dvöl í Danmörku kom hann aftur til íslands með
konu og börnum 1824, og bjó sem bóndi í Núpufelli unz hann 1830
gerðist aðsfoðarprestur föður síns (t 1869).