Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 173
164
Á. G. og B. A.
Prestafélagsritiö*
Föstutón.
[Passíu]-sálmur.
Lesinn af stól kafli úr píningarsögunni. Stutt prédikun á
eftir. Að henni lokinni er beðið: Faðir vor.
Leikið kirkjulegt lag.
[PassíuJ-sálmur.
Bæn.
Útgöngulag leikið.
Söngnum er ekki ætlað minna hlutverk en prédikuninni,
nema meira sé, enda eigum vér marga aðdáanlega fagra sálma
til að syngja á föstunni. Lögin þurfa helzt að vera »passions-
lög«, en svo er nefndur í söngsögunni flokkur tónsmíða, sem
samin er út af píningarsögunni. Þau lög eru að ýmsu leyti skyld
hvert öðru, blærinn svipaður, þungur og alvarlegur, er sem
menn sjái opna und, er þeir heyra þau. í Kirkjusöngsbók vorri
eru mörg slík lög, t. d.: »Ó höfuð dreyra drifið*, »Faðir vor,
sem á himnum ert«, »Góði ]esú, Iæknir Iýða«, »Hver sem
ljúfan Guð lætur ráða«, »Jesú, þín minning mjög sæt er«,
»]esú Kristi, þig kalla ég á«, »Alt eins og blómstrið eina«.
Þó má auðvitað velja önnur lög með gætni. Því er líkt varið
um mörg sálmalög vor og sálma, að þau eru að efni og í
vitund manna bundin við sérstök tækifæri og ákveðna kafla
kirkjuársins. — Lagið »Heims um ból« gætum vér t. d. varla
sungið á föstunni, og rnjög óviðfeldið er að syngja jólasálminn
»Þér, Guð, sé lof fyr’ gleðileg jól« undir föstulaginu »Faðir
vor, sem á himnum ert«. Gleðiblær jólalaganna er í ósam-
ræmi við hrygð föstunnar.
Sönginn verður að vanda svo sem kostur er, eins og allan
safnaðarsöng. Mun það takast, ef áhugasamur organleikari og
prestur leggjast á eitt. Æfingar þarf að halda að minsta kosti
hvert sinn eftir guðsþjónustu, og í kaupstöðum að sjálfsögðu
miklu oftar. Bezt verður að fara ekki geyst af stað, heldur
velja aðeins fáa söngmenn, karla og konur, sem ólíkleg séu til
að gefast upp, og bæta svo síðar við fleirum — láta þenn-
an vísi þróast hægt og hægt. Gæti þetta mjög orðið til
þess að glæða kirkjusöng, eins og bent hefir verið á áður