Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 192
Prestaféiagsritio. Erlendar bækur. 183
„Flugten til Island". Er þar í ljóðum lýst baráttunni milli Ásatrúarinnar
og kristindómsins.
Amy Carmichael: „Mimosa". Paa norsk ved Clara Thue Ebbell. —
Oslo 1925. Lutherstift.forl. — 139 bls.
Dók þessi lýsir indverskri konu, sem kynnist kristindóminum og verð-
ur gagntekin af honum og reynist trú, þrátt fyrir miklar þrautir og
erfiðleika. S. P. S.
Karl Marthinussen: „Tro og Troestanker". — Oslo, Olaf Noris
Forlag 1924. — 98. bls.
Þetta eru 8 fyrirlestrar. Innihald: Trúin; opinberunin; Biblían; evan-
geliskur kristindómur; Guð faðirinn; heimurinn; maðurinn; hið illa.
í fyrsta kaflanum sýnir höf. greinilega muninn á kaþólskum og evan-
geliskum skilningi á hugtakinu „trú“. En jafnframt sýnir hann fram á það,
að trúaður maður hlýtur að skapa trú sinni búning, ytra form. Þess-
vegna eigi trúargreinarnar (dogmurnar) fullan rétt á sér. „Hitt er annað
mál“, segir höf. „að trúarsetningarnar mega aldrei skyggja á trúna sjálfa,
og aldrei skiljast þannig, að játning þeirra frelsi eða fyrirdæmi".
Samkvæmt þessu er bókin ágrip af trúfræði höfundarins, þar sem
Kristur ávalt og alstaðar er höfuðhyrningarsteinninn.
Hér er mikið efni í stuttu máli og þarf því athugulan Iestur. Við
fyrstu yfirferð finst þeim, er þetta ritar, að hann græði einna mest á
kaflanum um Biblíuna. O. M.
„Hvorfor jeg er en Krisien. Et ord til redelige tvivlere og andre
sökende." Eftir dr. O. Hallesby, hinn nafnkunna prófessor við safnaðar-
háskólann í Noregi. — Oslo 1925. Lutherstiflelsens forlag. — 215 bls. í 8
blaða broti.
Bók þessa hefir höf. samið til að hjálpa þeim, sem eiga í trúarbar-
áttu og efasemdastríði og eru einlægir og alvörugefnir. Lýsir hann ná-
kvæmlega hugarástandi slíkra efandi og leitandi manna og fer þar eftir
sálarástandi síns sjálfs á yngri árum, áður enn hann, að sjálfs síns dómi,
gerðist kristinn maður. Talar hann oft til þeirra manna mjög hjartanlega
og með fullri hlífð og nærgætni einsog sá, er sjálfur hefir reynt. Er
áreiðanlega margt og mikið vel og réttilega mælt í þessari bók og má
víst vænta, að hún hafi góð áhrif og hjálpsamleg á marga einlæga
efasjúka sál, sem hana les, enda þótt ætla megi, að nokkuð eigi sitt við
hvern og trúarreynsla manna mörg eða mismunandi. En hvað sem því
líður, má telja víst, að bók þessi verði mörguni einlægum lesanda upp-
byggileg, og er því hérmeð einlæglega hvatt til þess að hún verði keypt
og lesin.