Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 81
76
Jón Helgason:
Prestafélagsriti&.
eg geti gert mér von um að tekinn verði gildur af öllum,
einmitt vegna sonarsambands míns við hann. Skal eg því
ekki hætta mér oflangt út í þau efni, þar sem faðir minn á
í hlut, en láta mér lynda að taka hér fram að endingu það
eitt, sem eg get gert mér von um, að flestir geti samsint.
En þar tel eg það fyrst og fremst, að með föður mínum hafi
áreiðanlega hnigið í valinn góður sonur íslenzkrar kristni og
þá um leið góður sonur hinnar íslenzku þjóðar. íslenzkri
kristni hafði hann ungur gefið hjarta sitt og bar til hennar
alla æfi fölskvalaust sonarþel. Henni hafði hann ungur helg-
að líf sitt og henni til heilla og blessunar starfaði hann með-
an dagur var á lofti af þeirri óbifanlegu sannfæringu, að því
trúræknari og betur kristin sem þjóð vor yrði, þess bjartari
framtíð biði hennar. Með starfi sínu til eflingar Guðs ríki
með þjóð vorri vildi hann því meðfram leggja sinn litla skerf
til batnandi þjóðarhags, svo sem hver sá, er af alhug elskar
þjóð sína, telur sér skylt. Fyrir þetta starf ávann hann sér ef
til vill í ríkari mæli en margur annar óskorað virðingu sam-
tíðar sinnar. Og vegna ótvíræðra mannkosta sinna átti hann
því mikla láni að fagna að eignast fjölda vina um land alt.
Því að rétt álitið átti hann miklum vinsældum að fagna um
æfina og þó mestra af þeim, sem þektu hann bezt.
Verk vor mannanna eru öll sömu Iögum háð í því tilliti,
að þau fyr eða síðar falla í gleymsku, enda þótt þau lifi á-
fram í ávöxtum sínum og afleiðingum kynslóð eftir kynslóð,
hafi þau í sannleika verið í Guði gerð. Og svo mun líka
verða um störf föður míns, sem hann vann af svo einlægu
sonarþeli til íslenzkrar kirkju og kristni. Þó er það mál
margra, að nafn Helga Hálfdánarsonar verði eitt þeirra nafna
íslenzkra kirkjumanna á 19. öld, sem lengstan aldur kunni að
eiga fyrir höndum. Ef það skyldi reynast svo, þá tel eg eng-
an efa á, að það, sem lengst heldur nafni hans á lofti, verði
sálmarnir, sem hann gaf kristni og kirkju þjóðar sinnar. Því
að naumast er ráð fyrir því gerandi, að ekki lifi eitthvað af
þeim með þjóð vorri enn um langan aldur og verði þakklát-
lega um hönd haft af þeim, sem elska hjálpræði Guðs í Jesu