Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 33
28
Jón Helgason:
Prestafélagsrilið.
innileika og festu frá þeirri stundu, er þeir urðu samkenn-
arar við skólann og hélzt óbreytt meðan þeir lifðu báðir. Að
sumu leyti voru þeir næsta ólíkir að skapferli. En þrátt fyrir
það get eg ekki hugsað mér tvo menn óskylda jafn sam-
rýmda og samhenta og þeir voru öll árin, sem þeir störfuðu
báðir við skólann. I öllu, sem að kenslunni laut, voru þeir
sem »ein sál og eitt hjartac, þótt þeir í mörgum greinum
væru ólíkrar skoðanar, þegar ræða var um skilning á ein-
hverjum guðfræðilegum atriðum. Þriðji kennarinn við skólann
var séra Hannes Arnason, en hann hafði þar engin kenslu-
störf að rækja önnur en forspjallsvísinda-kensluna. Urðu því
fá sameiginleg hugðarefni hans og hinna kennaranna, enda
höfðu ’þeir miklu minna saman að sælda utan kenslustund-
anna. Hannes Arnason var einkar vandaður maður, sem
átti fulla virðingu skilið fyrir mikla samvizkusemi sína við
kenslustörfin; en hann þótíi heimspekingur lítill og þó
enn minna til hans koma sem kennara. Auk þess var hann
einkennilega kantaður maður í allri framkomu og varð
stúdentunum einatt mjög örðugt að verjast því að brosa
að honum, svo undarlegur sem hann var í háttum og yfir
höfuð einnkennilegur í allri framkomu sinni. En það varð
vitanlega til þess að stúdentar slógu mjög slöku við
heimspekisnámið. Þeir faðir minn og séra Hannes áttu til-
tölulega mjög lítil mök saman utan kenslustunda, þó alt af
væri þeim hins vegar vel til vina. Og eins tíður gestur og
Melsteð var á heimili foreldra minna, eins sjaldséður var séra
Hannes þar. En kæmi hann heim til okkar, þá urðum við
börnin venjulega að fara út úr stofunni meðan hann var þar
inni, því að svo skringilegur þótti okkur hann, að við áttum
óhægt með að verjast brosi, en séra Hannes var hins vegar
manna spéhræddastur. I þá daga voru í fæstum húsum Ijós í
anddyrum á kvöldin, og þá ekki heldur í heimili foreldra
minna. Þegar því komið var inn í koldimmar forstofur, voru
ekki alt af auðfundnar í myrkrinu stofudyrnar, sem knýja átti
á. En venjulega sagði séra Hannes ósjálfrátt til sín, er hann
kom inn úr dyrunum, með því að velta öllu, sem þar var