Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 29
24
Jón Helgason:
Prestafélagsriiiö*
Kvæði þetta átti allmikilli alþýðuhylli að fagna hér á landi,
meðan gamla »Snót« var þekt og lesin, en mun nú með henni
flestum í gleymsku fallið. En bæði þessi og önnur æskuljóð
föður míns báru vott um einkar guðrækið innræti höfundar-
ins og sýndu það, er síðar kom enn betur á daginn, hversu
innileg guðselska og barnslegt guðstraust var sterkasti þáttur-
inn í öllu hugsanalífi hans.
Eftir að hann var orðinn prestur á Kjalarnesinu, tók hann
aftur að gefa sig við skáldskap í tómstundum sínum. Hið
merkasta af því, sem varðveizt hefir frá þeim árum munu vera
þýðingar hans á nokkrum söngvum úr Friðþjófssögu Esajasar
Tegnérs. Geri eg ráð fyrir, að hugsun hans hafi verið sú, að
íslenzka þessi söguljóð öl!, þótt ekki yrði úr því. En þýðingar
þessar, sem sextíu árum síðar voru prentaðar í mánaðarblað-
inu »Óðni« (IX. árg. 1913) bera þess ljósan vott, hve lagið
honum var þegar á þeim árum að þýða útlend ljóð á íslenzku.
Tel eg þá líka, eftir þessum þýðingum að dæma, lítinn efa
á, að þar hefði fengist góð þýðing hinna frægu sænsku sögu-
ljóða, ef hann hefði gefið sér tíma til að halda þýðingarverk-
inu áfram. En það gerði hann ekki. Bæði var það, að þegar
eftir komu sína að Görðum tekur hann að gefa sig við þeirri
tegund ljóðagerðar, sem átti að verða aðalviðfangsefni hans á
því sviði — sem sé sálmakveðskapnum, og svo birtist á prenti
nokkru áður en hann fluttist frá Görðum hin ágæta þýðing
þessara söguljóða, líklega hin fullkomnasta þýðing þeirra, sem
til er á nokkurri tungu, eftir séra Matthías, sem mun hafa
sannfært hann um, að nú væri sú þýðing fengin, sem enginn
þyrfti að hugsa til að gera betri.
Eftir að faðir minn kom að Görðum fór hann af alvöru
að kynna sér sálmakveðskap kristinna þjóða að fornu og nýju
og þá um leið að æfa sig í að koma ýmsu því, sem honum
þótti mest til koma, í íslenzkan búning. Sá, sem einna mest
ýtti undir hann með það, var nágrannapresturinn fyrir sunnan
hann, séra Stefán Thórarensen á Kálfatjörn, sem var maður
mjög hugfanginn af andlegum kveðskap og fékst allmikið við
að þýða útlenda sálma. En tildrögin voru þau, að faðir minn