Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 39
34
Jón Helgason:
Prestafélagsritið,
írúnaðarvinur, sem þeir gátu leitað til með hvað sem þeim lá
á hjarta, í fullu trausti þess, að þar ættu þeir alt af skilningi
að mæta. Lærisveinum hans skildist það þá líka vel, að þar
var prýði skólans sem hann var, ekki aðeins vegna lærdóms
hans og alþektrar stáliðni, heldur einnig og öllu öðru fremur
vegna mikilla mannkosta hans, sem voru helgaðir af anda
kristnu trúarinnar. Þeir hlutu að ganga úr skugga um, að
kristindómurinn var honum lífsilmur til lífs, — að hann kost-
aði kapps um það í allri umgengni sinni og framferði að láta
Ijós sitt — ljós trúarinnar — skína, svo að það mætti verða
þeim augljóst, hve indælt er að vera írúaður kristinn maður.
En þótt faðir minn væri af lífi og sál í kenslustarfi sínu,
gafst honum þó tími og tóm til að sinna öðrum störfum sam-
hliða kenslunni, en þó einvörðungu störfum, sem stóðu í sam-
bandi við stöðu hans sem þjónn kirkjunnar yfirleitt; því að
hann rækti kenslustarfið fyrst og fremst sem þjónn kirkjunnar.
Þannig steig hann oft í stólinn hér í dómkirkjunni. Gerði
hann það meðfram vegna lærisveina sinna, sem hann var að
búa undir prédikunarstarfið, en aðallega vegna þess hver ánægja
honum var það sjálfum að inna af hendi »þjónustu sáttar-
gerðarinnarc sem prédikari orðsins. Þegar séra Olafur Pálsson
fór norður að Melstað (1871), gegndi hann dómkirkjuembætt-
inu um sumarið, þangað til séra Hallgrímur tók við um haustið.
Var þá lagt fast að föður mínum af sóknarmönnum, að sækja
um þetta embætti, en hann vildi ekki, nema hann fengi að
halda kenslunni áfram, sem vitanlega gat ekki orðið. Hér í
Reykjavík var hann alla tíð einkar vellátinn sem prédikari og
þurfti aldrei því að kvíða, að ekki fengi kirkjuna fulla er það
spurðist, að hann ætlaði að embætta. Synd og náð voru þau
frumatriði vitnisburðar hans í prédikunarstólnum, sem í hverri
prédikun komu skýrt fram. »Ekkert nema Kristur og hann
krossfestur* var einkunarorð hans sem kennimanns. Prédikun
hans var svo látlaus sem frekast má, hann hafði óbeit á öllu
tildri í prédikunum og öllu rósamáli, hann vildi í því sem
öðru vera en ekki sýnast. Hann áleit með postulanum, að
trúin ætti »ekki að vera bygð á vísdómi manna, heldur á