Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 13
8
Jón Helgason:
Presfafélagsrilið.
inni sem embættisnámsgrein sinni. Þótti föður hans mjög
vænt um og eg veit með vissu, að faðir minn iðraðist þess
aldrei, enda fékk hann brátt þær mætur á guðfræðilegum
vísindum, sem héldust óbreyttar til æfiloka. Kennarar guð-
fræðideildar háskólans í þá daga voru orðlagðir gáfu- og
lærdómsmenn. Voru þar fremstir í flokki þeir H. L. Martensen
(síðar Sjálandsbiskup) og H. N. Clausen, báðir andans mikil-
menni, sem mesta orð fór af. Þar var ennfremur Hermansen,
mestur gamlatestamentisfræðingur á Norðurlöndum íþá daga,en
annars talinn jafnvígur á allar greinar guðfræðinnar, og Engel-
stoft kirkjusögumaður mikill, er síðar (1852) varð biskup á
Fjóni, en var allra manna minstur á velli. Loks var kennarinn
í nýjatestamentisfræðum C. E. Scharling (faðir Henriks Schar-
lings prófessors og þeirra bræðra). Var hann sá af kennur-
unum, sem eg ætla, að föður mínum hafi verið hlýjast til,
enda mun hann ekki hafa kynst neinum þessara kennara
sinna persónulega utan kenslustunda nema honum. En vafa-
lítið hafa þeir Martensen og Clausen borið ægishjálm yfir
þeim öllum. Þeir kendu báðir samstæðilega guðfræði, voru
gagnólíkra skoðana um ýmis atriði trúfræðinnar (Clausen var
þar miklu frjálslyndari); en þar sem aldrei varð vitað fyrir
fram hvor þeirra yfirheyrði við embættispróf (því að þeir
gerðu það til skiftis), urðu nemendurnir að hlusta á fyrirlestra
þeirra beggja yfir trúfræðina. Þótt vitanlega hafi faðir minn
eins og aðrir í þá daga litið upp til Martensens svo sem
hins mikla ljóss, er mér þó nær að halda, að Clausen hafi
verið honum kærari sem kennari, og byggi eg þær Iíkur á
því, að faðir minn gat aldrei felt sig við hegelsku heimspek-
ina, sem svo margir guðfræðingar í þá daga voru sýktir af
og gætti ekki sízt í guðfræði Martensens, sem mjög var he-
gelskur í anda framan af. Vafalítið hafa þessir kennarar allir
haft meiri og minni áhrif á föður minn, án þess eg þó treysti
mér til að gera nánar grein fyrir hvernig þau áhrif komu
niður eða hvar þeirra gætti mest. Um ólíkar stefnur innan
dönsku kirkjunnar var ekki að ræða í þá daga, en meðal
starfsmanna hinnar dönsku kirkju, ekki sízt í höfuðborginnú