Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 53
48
]ón Helgason:
Prestafélagsritið.
sem síðan höfðu bæzt við (að ótöldum þeim, sem fyrirsjáan-
legt var, að ekki yrðu teknir) orðnir hér um bil 700. Mátti
þá heita að nóg efni í sálmabók væri komið að vöxtum til,
en alt fyrir það var mjög mikið verk enn óunnið og margt
að athuga. Lá því nefndinni mjög á að geta komið saman þá
tim sumarið. En til þess að það gæti orðið, þurfti hún að fá
nokkurt fé svo að langt aðkomnir nefndarmenn gætu fengið
greiddan kostnaðinn við ferðina og veruna hér syðra. En þær
900 kr., sem til þess þurfti, gátu ekki fengist! Var þá það
ráð tekið að láta skrifa upp alla sálmana og senda þá í
»fiokkum« til nefndarmanna til athugunar og atkvæðagreiðslu,
en til að standast þann kostnað, er af því leiddi, bæði upp-
skriftinni og sendingunni, þóknaðist landshöfðingja að veita
100 — eitt hundrað — krónur! Var nú þessi aðferð höfð að
mestu þaðan í frá, og má geta nærri, að hagkvæin hafi sú
starfsaðferð ekki verið, þegar þess er gætt, að tveir nefndar-
menn áttu heima norður í landi, einn austur í Hreppum, einn
austur á Rangárvöllum, einn suður á Vatnsleysuströnd, en
tveir hér í Reykjavík. En hér var ekki nema um tvent að
velja: að nota þessa afaróhagkvæmu aðferð eða hælfa nefnd-
arstörfum með öllu — hætta við sálmabókarverkið. Var fyrri
kosturinn tekinn sem betur fór. En það gefur að skilja að
þetta lágði formanninum afarmikið verk og erfitt á herðar,
að láta skrifa upp sálmana, að annast um sendingu sálma-
flokkanna og sjá um, að þeir bærust hinum nefndarmönnun-
um í réttri röð. Nefndarmönnunum var gert að skyldu að
skrifa »já« við upphaf hvers þess sálms, sem þeir leldu hæf-
an, en »nei« ef óhæfur þætti. Einnig skyldu nauðsynlegar at-
hugasemdir og breytingartillögur við hina teknu sálma send-
ast formanni. En hann sá um, að þær bærust til hinna nefnd-
armannanna, þegar hlutaðeigandi flokkur var sendur áfram
til þeirra. Um hvern sálmaflokk skyldi og tilgreina hvort fleiri
sálma þyrfti í hann og hvers efnis þeir ættu helzt að vera.
Um alla sálma hvers flokks, einnig um þá, er áður hafði
samþykt verið til bráðabirgða að taka, skyldi atkvæði greitt
af hverjum nefndarmanni og alveg eirts þótt í hlut ætti sálmur