Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 80
Prestafélagsritiö.
Helgi Hálfdánarson.
75
ekki skilið í þessu lífi«. Af þessum hugsunum fanst vorum
látna ástvini sú óumræðilegust að verða leystur frá syndinni,
að mega lifa án þess að syndga. . . . í þessari æfisögu Me-
lanktons er svo lýst áfram undirbúningi hans undir dauðann.
. . . Hugur Melanktons var allur við guðleg efni og framtíð-
arhag kristninnar. Hann leitaði sér styrks og svölunar í sjúk-
dómsþrautunum aðeins í Guðs orði og bæninni. Og svo er
þeirra kafla eða greina úr heilagri ritningu getið, sem honum
var ljúfast að heyra og hafði oftast um hönd og allra síðustu
orðin, sem hann fór með úr heilagri ritningu, voru þessi orð:
»Svo mörgum, sem hann meðtóku gaf hann kost á að verða
Guðs börn, þeim sem trúa á hans nafn«. Þessi orð hefir vor
elskaði kennifaðir auðkent í æfisögunni auk hinna áður nefndu.
Og loks hefir hann auðkent hið síðasta orð Melanktons, er
tengdasonur hans spurði hann undir andlátið, hvort hann ósk-
aði einskis. Svarið var þetta: »Ekkert nema himininn«.
»Ekkert nema himininn!« Það er andlegt testamenti vors
elskaða kenniföður til kristni þessa lands«.
Faðir minn andaðist 2. janúar 1894 og var þá tæplega
hálfs 68. árs.
Við jarðarför hans 10 dögum síðar atvikaðist það svo, að
þeir þrír, sem töluðu yfir moldum hans, séra Þórhallur, Hall-
Srímur biskup og dómkirkjupresturinn séra Jóhann, höfðu
allir lent á sama ræðutextanum, án þess að hafa borið sig
saman um það á undan. En textinn var þessi orð postulans:
*Að lifa er mér Kristur, en að deyja er ávinningur fyrir
°1Í2« (Fil. 1, 21). Mun öllum hafa komið saman um, að ekki
hafi verið völ á texta, sem betur ætti við yfir moldum
Helga Hálfdánarsonar.
Eðlilega mun það ávalt reynast næsta erfiít að kveða upp
óvilhallan dóm um þá, sem manni voru kærstir hér í lífi,
enda þótt því verði ekki mótmælt hins vegar, að elskan til
niannsins sé frumskilyrðið fyrir því, að skilja hann réttilega.
^2 álít mig þá ekki heldur bæran að leggja þann dóm á líf
°2 starf föður míns og þvðingu hans fyrir íslenzka kristni, sem