Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 48
Pvestafélagsritiö.
Helgi Hálfdánarson.
43
heldur þar fram þeim meginreglum, sem síðar var fylgt
af sálmabókarnefndinni frá 1878. Honum þykir það helzt að
bókinni, að hún er enn »þrátt fyrir hina mörgu nýkveðnu
sálma mikið of lík Aldamótabókinni bæði <formaIiter« og
»materialiter«. í staðinn fyrir nýtt og vandað fat finst mér,
að vér höfum hér fengið gamalt fúið fat með mörgum og
fögrum bótum, en líka nokkurum bótum, sem ekki eru efnis-
betri né vandaðri en gamla fatið«. Hann álítur, að nýja sálma-
bókin hafi orðið »sambreyskingur af mjög svo ólíkum efnum,
af ýmsum góðum gömlum sálmum, lagfærðum og ólagfærðum,
talsvert mörgum nýkveðnum fögrum og andríkum sálmum og
af mörgum sálmum frá hinum prosaiska skynsemistrúartíma
um aldamótin«. Hann vill ekki gefa þeim tveim nefndar-
mönnum neina sök á þessu. Nefndin »hefir leyst ætlunarverk
sitt svo vel og vandlega af hendi sem auðið var eftir þeim
reglum, sem hún var bundin við í erindisbréfi sínu og með
því efni, sem henni var fengið úr að vinna. Annar nefndar-
maðurinn [þ. e. séra Stefán] hefir jafnvel gert meira en af
honum varð heimtað með því að yrkja marga beztu sálma
handa bókinni, meðan hann vann hitt, sem honum hafði verið
á hendur falið og þannig sýnt hve ant honum hefir verið um,
að bókin gæti orðið sem fullkomnust*. Loks telur hann það
«iga nokkurra sök á því, að endurskoðunarverkið hefir ekki
hepnast betur, hve rekið hafi verið á eftir með þetta verk,
enda var því lokið haustið 1869, þótt ekki væri lokið prent-
uninni fyr en haustið 1871. í fæstum orðum, það sem föður
mínum þykir að þessari nýju bók er »ekki það, að hún sé
ekki betri en hin gamla (því miklu betri er hún sannarlega),
heldur hitt, að hún er hvergi nærri orðin eins góð eins og
mér finst, að hún hefði mátt verða, ef önnur stefna hefði
verið tekin og annari aðferð fylgt*. Af nýju sálmunum í henni
hykir honum mest koma til sálma séra Stefáns og séra Páls
á Völlum (seinna í Viðvík). Sálmar séra Stefáns séu »skáld-
íegastir og biblíulegastir«, »einmitt sálmar í þeim anda, sem
e9 vildi, að vér ættum sem flesta. — og báðir hafa þeir það