Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 18
Prestafélagsritið.
Helgi Hálfdánarson.
13
Christ? Þá mundir þú mikillega gleðja kristniboðsvinina í
Danmörku og víðar, gleðja mig og fleiri ástvini þína bæði
hér niðri og á himnum uppi, og sæma alla ætt þína með
miklum og langvinnum heiðri*.
En óskir og fyrirætlanir föður míns fóru ekki í þessa átt.
Að vísu hafði hann árið 1851 íslenzkað eða endursamið
dálítinn trúboðsritling fyrir smáritafélagið: >Frá Karli Giitzlaff
og kristniboðinu á Kínlandi*, en að öðru Ieyti er mér ekki
kunnugt um, að hann hafi haft um það skeið nokkurn sér-
stakan áhuga á þessari grein kristilegrar og kirkjulegrar starf-
semi, sem faðir hans hefði getað ráðið af, að hugur hans
hneigðist í þá átt sérstaklega. Miklu fremur hneig hugur hans
allur að því að hverfa til Islands aftur og helga krafta sína
hinni íslenzku kristni. I því skyni hélt hann á stað alfarið frá
Khöfn nokkuru eftir sumarmál með kaupskipi til Reykjavíkur
og tók þar land eftir 6—7 vikna útivist. En til ísafjarðar
komst hann sjóveg að sunnan 27. júní og ræður að líkindum
hver fagnaðardagur það hafi verið föður hans, að heilsa syni
sínum aftur eftir nærfelt sex ára vist erlendis. Um miðjan
ágúst hélt faðir minn aftur til Reykjavíkur. Hér í dómkirkj-
unni flutti hann fyrstu prédikun sína á æfinni þá um haustið,
á 19. sd. e. trín. Dvaldist hann svo hér í Reykjavík og hélt
uppi drengjaskóla hinn næsta vetur, því að hér var enginn
barnaskóli þau árin. Fram að 1849 hafði Pétur Guðjóhnsen
haldið skóla hér, en þá lagðist sá skóli niður af því að ekki fékst
styrkur lengur af Thorchillisjóði, en án slíks styrks treystu Reyk-
víkingar sér ekki til að halda skólanum áfram. Meiri var getan
ekki í þá daga eða áhuginn á fræðslu ungdómsins hér í bæ.
Meðal lærisveinanna í þessum drengjaskóla föður míns og
þeirra langyngstur var Sveinbjörn tónskáld Sveinbjörnsson,
þá á 8. ári.
Talsverð viðbrigði varð lífið í Reykjavík fyrir föður minn eftir
6 ára Hafnarveru hans, enda var höfuðstaðurinn enn býsna
fáskrúðugur af höfuðstað að vera, íbúatalan líklega nálægt
1200. Það var ekki laust við, að hann kendi þar óyndis fyrst