Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 61
56
]ón Helgason:
PrcstafélagsritiÐ.
það að setja tram trúarlærdóm eða siðalærdóm í viðtali við
Guð, sem er alt annað. Eg hefi saknað mjög gamla sálms-
ins: »Fylgsni engin fyrir þér« (eftir séra Þorv. Böðvarsson),
sem mér finst svo hjartnæmur.
„Mér Jesús upphaf er“. Snildarvel kveðinn eins og hann
er hér nú. Þótt stöku sálmar útlendir með þessum bragar-
hætti rími saman 1. og 3. hend. og 5. og 7. hend., eins og
hér er gert, er það óvanalegt og gerir oss íslendingum, sem
eigum við svo mörg bönd að berjast í skáldskapnum, óhægra
að kveða undir þessum brag. Eg er því eigi svo mjög þakk-
látur fyrir þetta, þótt þeim, sem dýra kveðskapinn elska,
muni þykja það mun fegra. Eg tel bezt að bragurinn sé eins
og á sálminum »Með hrygð og hjartasorg«. Eg hefi nýlega
séð þennan sálm á þýzku, en man nú eigi upphafið. En það
man eg aðeins, að þar var það hér um bil svona: »Með ]esú
byrja ég, með ]esú vil eg enda«, og finst mér það ljósara en
það er orðað í dönskunni. í 1. v. 2. hend. finst mér orðið
*góður« einhvern veginn óþarft. Hvernig væri að hafa
upphafið svona:
Meö ]esú byrja ég, meö Jesú vil ég enda
og æ um æfiveg hvert andvarp honum senda?
í 2. v. kann eg eigi rétt vel við orðin: »Ef hann eg hefi í
dvöl«, af því svo oft er sagt um unglinga, að þeir séu »komnir
í dvöl«. Alt annað finst mér ágætt í þessum sálmi.
„Planta á leiði lilju bjarta“ [»Tag det sorte Kors fra Gra-
ven«]. Móti upphafi þessa sálms »protestera« eg; því að eg
sé ekkert, sem betur eigi við enn kross á gröf kristins manns.
Og sálminum í heild sinni er ég ekki meðmæltur, af því mér
þykir hann of þungskilinn fyrir alþýðu«. —
Loks skal hér tilfærður kafli úr bréfi frá séra Birni í Lauf-
ási, svo að mönnum gefist nokkur kostur þess að kynnast
því, sem hann lagði til af athugasemda-tægi, jafnframt því sem
það að nokkru leyti gefur mynd af séra Birni sjálfum. Bréfið
er frá 1879 og til föður míns:
»Elskulegi bróðir! Hvað þú ert viljugur og verkdrjúgur.
Mér ógnar! En eg þakka þér ástsamlega bréf þitt síðast.