Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 103
Prestafélagsritið.
Kirkjuguðrækni.
97
gæta og mikið verkefni fyrir þá, sem áhuga hafa á, að gera
guðsþjónustu safnaðar síns sem hátíðlegasta.
Tökum t. d. kirkjusönginn. Hann er vitanlega ekki lítill
liður guðsþjónustunnar. Það er því eðlilega ekki lítið undir
því tvennu komið, annars vegar, að sem bezt sé sungið,
söngur vel æfður, mátulega hratt sungið og sungið með til-
breytingu eftir efni sálmsins, — en hins vegar, að kirkju-
söngurinn sé safnaðarsöngur. — Nú eigum vér menn, presta
og organleikara og ýmsa aðra, sem mikinn áhuga hafa á að
göfga sönginn í kirkjum vorum og gera hann að safnaðar-
söng. Þessa menn þarf að styðja sem bezt í viðleitni þeirra.
Því fleiri samverkamenn sem þeir fá, því meir verður þeim
eðlilega ágengt.
Einnig má í þessu sambandi nefna kirkjuhúsin. Hversu
mikið verkefni er þar enn á landi voru, að stuðla að því, að
alstaðar verði kirkjurnar veglegar og vistlegar og aðlaðandi,
vel hirtar og hlýjar, svo að öllum, sem þangað sækja guðs-
þjónustur, geti liðið þar vel meðan á guðsþjónustunni stendur.
Allvíða mun áhugi manna vera að vakna fyrir þessu atriði
og sumstaðar hafa félög tekið að sér að prýða kirkjur sínar,
en slíkt ætti að verða alment, og ætti að stefna að því marki,
að í hverri einustu sókn væri einhver félagsskapur, sem hefði
það á stefnuskrá sinni, að prýða kirkju sína og göfga guðs-
þjónustuna þar.
Þá er eitt verkefnið að styðja að sem mestri kyrð og
hljóðleika meðan guðsþjónustan fer fram. I því sambandi get
ég sagt frá aðstoð, er mikils metinn bóndi einn veitti mér
ótilkvaddur í einni kirkjunni í prestakalli mínu fyrsta prests-
skaparárið mitt. Sá ósiður var í sókn þessari, að menn fóru
út úr kirkjunni um messutímann og trufluðu með því guðs-
þjónustuna. Ég talaði svo um þetta eftir messu, skýrði fyrir
mönnum, hve gagnstætt þetta væri tilgangi guðsþjónustunnar
og bað menn að láta þetta ekki koma fyrir framvegis. Næst
þegar ég messaði í kirkju þessari, fór enginn maður út úr
kirkjunni og hin æskilegasta ró og hljóðleiki ríkti undir guðs-
þjónustunni. Mér var þetta mikið gleðiefni og dáðist að því,
7