Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 179
170
Erlendar bækur.
Prestafélagsritiö.
í öðrum löndum þekkja sögu vora, þá er bein afleiðing af þvf, að vér
einnig séum þakklátir fyrir það starf, sem miðar að því að breiða út
þá þekkingu, og slíkt starf ættum vér að meta að verðleikum.
Það er oft talað um vora fátæku þjóð. En það er ekki sjaldnar talað
um deyfð og fátækt hinnar íslenzku kirkju, og þá um leið bent til auð-
æfanna í öðrum löndum. „Þar er hægt að læra“, segja menn, „þar er
hið fullkomna". ]á, margt er þar hægt að læra. En ég lít svo á, að
hér sé einnig hægt að læra, ég lít svo á, að aðrar þjóðir geti einnig
margt lært af sögu hinnar íslenzku kirkju. Hér hafa verið menn af Guði
sendir, menn reyndir að þekkingu og þolgæði, auðmýkt og krafti. Við
það skal kannast, að hér hafa verið dimm tímabil, en hér hafa einnig
verið tendruð ljós á altari drottins. Hér hefir starfið verið sameinað
stríði, og sú barátta hefir verið háð, sem hefir kallað á karlmensku trú-
arinnar. Trúað gæti ég því, að þegar menn í öðrum löndum kynnast
sögu hinnar íslenzku kirkju, gæti svo farið, að dómar manna yrðu oft í
ætt við aðdáunina. Vel gæti ég ímyndað mér, að þegar menn í Danmörku,
í einhverri blómlegri bygð, þar sem sjá má 10—20 kirkjuturna frá sama
staðnum og greiðfær vegur er að öllum kirkjunum, færu að líta öðrum
augum á kirkjulegt starf á Islandi fyrr og nú, er þeir Iesa um erfiðleik-
ana, fræðast um hina margvíslegu baráttu við vötn, ís og elda. Gæti þá
hugsast, að myndin af mörgum sveitapresfi og safnaðarlífi yrði með öðr-
um blæ en áður vegna þeirrar þekkingar, sem lesandinn nú hefir öðlast.
Þegar alls þessa er gætt, mega það teljast mikil tíðindi og þau gleði-
leg, að biskup vor, dr.'theol. ]ón Helgason, hefir gefið út hverja bókina
á eftir annari, til þess að Norðurlandabúar gætu öðlast meiri og betri
þekking á sögu þjóðar vorrar og kirkju. Eg lít svo á, að hér hafi það
verk verið unnið, sem nauðsyn bar til, að unnið yrði. En um það er ég
í engum vafa, að þetta verk er til sæmdar þjóð vorri og kirkju, enda
veit ég, að að því hefir verið gengið með sannri alúð og ræktarsemi, já,
kærleika til þess málefnis, sem um er að ræða.
Þetta veit ég, en hitt er mér þá einnig kunnugt um, að bækur þessar
hafa fengið hinar beztu viðtökur um öll Norðurlönd, þeim hefir verið
tekið með fögnuði af þeim, sem áður höfðu haft mætur á sögu þjóðar
vorrar, en þær hafa einnig orðið til þess að nema land, þar sem Iítil
þekking var fyrir, og á því er enginn vafi, að bækur þessar hafa mjög
aukið kunnáttu manna um Island, um andlegt líf hér á Iandi fyr og síðar.
Eins og mönnum er kunnugt hefir biskupinn áður samið á dönsku
sögu íslenzku kirkjunnar frá siðaskiftum til vorra daga. Var þeirri bók
svo vel tekið, að frá fjöldamörgum kom sú ósk og áskorun, að út kæmi
kirkjusaga frá byrjun kristniboðs hjer á landi. Varð biskupinn við þeirri
ósk og hefir nú með sínum alkunna starfsáhuga Iokið því verki, svo að
út kom á liðnum vetri „Islands Kirke fra dens Grundlæggelse til
Reformationen". Er bók þessi hin vandaðasta að öllum frágangi. Bókin