Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 135
126
Friðrik J. Rafnar:
Prestafélagsritið~
Síðar kyntist ég þessum manni, dr. Tippy, og sagði honum
þá frá hugmyndum dr. Guðm. Finnbogasonar í friðarmálun-
um. Fundust honum þær merkilegar og gerði ráð fyrir að
skrifa dr. Guðmundi til þess að ræða málin við hann frekar.
Við slíkar útiguðsþjónustur, eins og þarna, hefi ég aldrei
verið fyr eða síðar. En þessum 2 tímum í Hagaparken mun
ég seint gleyma; ekki vegna orðsins sem þar var flutt^
heldur vegna áheyrendanna. 12 ræðumenn töluðu, en eftir
því sem blöðin gátu til voru þarna 30 til 40 þúsund manns.
Og það sem hreif mig, var meðstarf áheyrendanna og hegðun
öll. Það var eins og þetta mikla og fallega svæði væri alt orðið
ein kirkja, þar sem allir sungu og allir báðu með. Á einum
stað hafði orðið lítilsháttar tilraun til að gera spell við einn
ræðustólinn og var kent 3 kommúnistastrákum, en það var
þegar kæft.
Sálmarnir, sem sungnir voru, voru flestir sænskir, og ég tók.
eftir því að allflestir sungu þá bókarlaust. Samkoman endaði
með því að frá öllum ræðustólunum gengu menn saman í
einn hóp og sungu: »Vor Guð er borg á bjargi traust«. Sá
ég þar og við fleiri tækifæri að sá sálmur er orðinn nokk-
urskonar þjóðar-trúarhersöngur Svía. Var stórkostlegt að heyra
hann sunginn af öllum þeim fjölda með hrifningu og krafti,,
því Svíar eru raddmenn góðir.
Á heimleiðinni úr Hagaparken datt mér í hug, að slíkar
samkomur sem þessar ætti að halda hér í Reykjavík í sam-
bandi við prestastefnuna, þar sem stólar væru reistir niður
við höfn, á Austurvelli og Lækjartorgi, og 2 eða 3 prestar
töluðu á hverjum stað. Annarsstaðar mun þetta algengt, en
hér kunna engir nema Hjálpræðisherinn að gera sjálfa nátt-
úruna að musteri Guðs. Eg er viss um, að það yrði vinsælt hér..
Sunnudaginn 30. ágúst fóru allir kirkjuþingsmenn til Upp-
sala. Var farið með járnbraut frá Stokkhólmi kl. 9,33 og safn-
ast saman fyrir framan Uppsaladómkirkju kl. 10,ío og gengið
í skrúðgöngu í kirkjuna. Hófst þar stórkostleg guðsþjónusta
með hátíðasöngvum, og Söderblom prédikaði sjálfur á sænsku.
Hafði hann fyrir texta: »Effata«. Var guðsþjónustan yfir-