Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 32
Prestaféiagsrítið. Helgi Hálfdánarson. 27
fyrir. A skólanum voru þann vetur alls 4 lærisveinar. í eldri
deild var aðeins einn lærisveinn: Sveinbjörn Sveinbjörnsson,
tónskáldið sem síðar varð, og hafði verið í drengjaskóla föður
míns, eins og fyr segir, veturinn sem hann var sem kandídat
hér í bæ; en í yngri deildinni þeir þrír: ]ón Bjarnason (síðar
um fjölda ára forseti hins evangel. lút. kirkjufélags Vestur-
Islendinga), Benedikt Kristjánsson (síðar prófastur á Grenj-
aðarstað) og Hannes Stephensen (síðar prestur í Þykkva-
bæjarklaustri í Alptaveri).
Kenslustörfin við prestaskólann féllu föður mínum þegar í
stað vel í geð. Að vísu átti hann mjög annríkt fyrsta vetur-
inn, eins og gefur að skilja, þar sem hann jafnframt hinu
nýja embætti hafði á hendi þjónustu Garðaprestakalls. En
eftir að hann var laus orðinn við allan veg og vanda af því
og hafði fengið fjölskyldu sína til Reykjavíkur, undi hann um-
skiftunum hið bezta og iðraðist þess aldrei til dauðadags, að
hann hafði breytt íil á þennan hátt. Því að þótt kenslustörfin
yrðu upp frá þessu aðalstarf hans, þá var hin nýja staða svo
skyld preststöðunni og svo mörg tækifærin til að vinna prest-
leg störf í henni, að hann fann ekki eins til embættaskift-
anna, eins og gert hefði ef horfið hefði til einhverrar annarar
fjarskyldari embættisstöðu. Og guðfræðin hafði alla tíð verið
honum mikið hugðarefni, svo að honum var það blátt áfram
yndislegt að geta nú aftur gefið sig við henni, ekki í hjá-
verkum, eins og varð að vera á prestskaparárunum, heldur
sem kæru skylduverki, enda mun ekki mörgum blöðum vera
að fletta um það, að hann hafi orðið þar réttur maður á
réttum stað, svo kær sem honum voru þau vísindi, sem hann
átti að kenna og svo óvenjulega góðum hæfileikum sem hann
var búinn til þess að miðla öðrum af þekkingu sinni. Hann
átti þá líka þegar frá byrjun miklum vinsældum að fagna af
laerisveinum sínum, sem flestir urðu vinir hans alla æfi upp
frá því. Og þá dró það ekki úr ánægju hans með starfið,
hve samhentur hann varð þegar frá fyrstu hinum aðalkenn-
aranum við skólann, forstöðumanninum Sigurði lector Melsteð.
Með þeim hafði að vísu veiið vinátta áður, en hún óx að