Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 155
146
Haraldur Níelsson:
Prestafélagsritið.-
bezt, afla oss svo mikillar fræðslu um eilífðarmálin, eins og
þau eru nú á dagskrá með þjóðunum, að vér fáum leyst úr
spurningum fólksins og fært syrgjandi mönnum huggun og
frið, eftir því sem mannlegir kraftar og mannlegt hyggjuvit
megnar frekast.
Út af reynslu minni í þessum efnum varð það, að ég tók
að athuga sérstaklega þaö, sem nú er umræðuefni mitt.
Svo bar við hinn 19. maí 1921, að hryggur faðir sótti mig
til deyjandi barns síns. Eg kvað með öllu árangurslaust að
vitja mín og benti honum á að leita til læknanna. Hann kvað
það hafa verið gert, en hélt áfram að biðja mig að koma.
»Þér getið að minsta kosti gert það fyrir mig, að koma heim
með mér og biðja bæn við hvílu barnsins míns«, mælti hann.
Ég kvað það velkomið, en bað um að mega hafa konuna
mína með mér, því að hún væri miklu meiri sálusorgari
en ég.
Litla stúlkan, sem lá fyrir dauðanum, var 10 ára að aldri.
Þegar við hjónin komum inn í stofuna, þar sem hún lá, sagði
móðir hennar mér frá því, að það væri einkennilegt með
hana, að hún hefði sagt við sig nokkuru áður en ég kom
(með fullri rænu): »Ég sé hann Jósef og hann Daníel og
marga fleiri hérna inni«.
En foreldrar hennar höfðu alið upp dreng, sem Jósef hét
og var bræðrungur við hana, en dó 8. marz 1918 (þ. e. rúm-
um þrem árum áður en þetta gerðist). Og um Daníel er það
að segja, að hann var líka bræðrungur við hana og hafði oft
verið heimilismaður hjá foreldrum hennar og dó þar úr
spönsku veikinni í nóvember 1918. Þetta voru einu menn-
irnir, sem dáið höfðu úr vina- og ættingjahóp hennar. Það
skal og tekið fram, að ekkert hafði hún heyrt talað um sál-
ræn efni.
Meðan við hjónin stóðum við, lá hún að mestu í einhvers-
konar móki eða svefnástandi. Við töluðum því ekkert við hana,
heldur aðeins við foreldra hennar. En bænina bað ég.
Skygn kona, sem var kunnug foreldrunum og við þektum
líka, kom í hús þetta, áður en við hjónin fórum. Hún sagði