Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 21
16
]ón Helgason:
Prestafélagsritið.
mínum veitt í apríl þá um vorið. Að tillit til konuefnisins
hafi ráðið nokkuru um það, að faðir minn fór að ágirnast
jafn lélegt embætti og Kjalarnesþing voru, tel eg mjög sennilegt.
Til Viðeyjar mátti komast af Kjalarnesinu á sæmilegum róðr-
arbát á klukkutíma, svo að það mátti heita litlum erfiðleikum
bundið fyrir prestskonuna að bregða sér þangað, þegar lysti.
En nokkuru mun það hafa ráðið, að horfur voru á, að annað
prestakall þar á næstu grösum losnaði von bráðar, sem sé
Garðar á Álftanesi, en því þjónaði Árni stiftsprófastur Helga-
son, þá kominn fast að áttræðu. Tel eg mjög líklegt, að föður
mínum hafi leikið nokkur hugur á því að komast þar að, er
prestaskifti yrðu, og því ef til vill ekki hirt um að sækja um
brauð alt of fjarri höfuðstaðnum, en Garðar voru eitt af þeim
brauðum, sem konungsveiting var á, og því síður að óttast
hlutdrægni af hendi biskups, ef til kæmi.
Um vorið 10. júní 1855 — á 1. sunnudag eftir trínitatis —
tók faðir minn prestsvígslu af Helga biskupi, en með honum
vígðist Stefán P. Stephensen, er fengið hafði Holt í Önund-
arfirði. Faðir minn prédikaði við vígsluna og lagði út af guð-
spjalli dagsins (dæmisögunni um ríka manninn og Lazarus)
og hafði að umtalsefni: »hversu mikilsvert það sé fyrir oss á
hinni jarðnesku vegferð vorri, að vér vitum, að annað líf er
eftir þetta«.
Föstudaginn næsta þar á eftir — 15. júní — stóð svo
brúðkaup þeirra foreldra minna í Viðey. Stiftsprófasturinn
séra Árni vígði hjónaefnin þar í kirkjunni. Ekki hafði stiftspró-
fastur neinn ákveðinn texta við þetta tækifæri, en byrjaði
hjónavígsluræðuna með þessum orðum: »Páll postuli vill, að
forstöðumenn safnaðanna séu kvæntir*. Hefir hann þar að
líkindum haft i huga orð postulans í 1. Tím. 3,2., að >biskup
(þ. e. forstöðumaður safnaðar) eigi að vera einnar konu eigin-
maður*. Svaramenn brúðhjónanna voru þeir séra Ólafur Páls-
son dómkirkjuprestur, brúðgumans, en Ólafur sekreteri brúð-
urinnar, stjúpdóttur sinnar. Þennan fróðleik hefi eg ekki úr
kirkjubókum, því að svo hlálega tókst til við þessa hjónavígslu,
þar sem viðstaddir voru fjórir andlegrar stéttar menn (biskup,