Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 196
Prestafélagsritið.
PR ESTAFÉLAGIÐ.
Merkilegasta máli6, sem félagsstjórnin beitti sér fyrir á síðastliðnu fé-
lagsári, var umsóknin um „að Alþingi veiti ríkissfjórninni heimild til að
nota árlega alt að einum prestlaunum með dýrfíðaruppbót, meðan nokk-
ur prestaköll eru laus, án fastrar prestsþjónustu, til þess að greiða ferða-
kostnað handa prestvígðum manni, einum eða fleirum, til eflingar and-
legri samvinnu meðal presta, til hjálpar í erfiðum prestaköllum, og til
kristilegra áhrifa á söfnuði úti um land“. — Rökstuddi félagsstjórnin
umsókn sína til Alþingis á þessa leið : „Það sem fyrir stjórn Prestafé-
lagsins vakir með beiðni þessari er, að eðlilegt sé, að eitthvað af því
fé, er ríkinu sparast við það, að presfar eru ekki í öllum prestaköllum
landsins, sé veitt til stuðnings kirkjulegri og kristilegri starfsemi í land-
inu með því fyrirkomulagi, að áhugasamir kirkjunnar menn séu fengnir
til að ferðast um á meðal prestanna, þeim til samvinnu á einhvern hátt.
Hvort sú samvinna beinist aðallegast að fundarhöldum, fyrirlestrarhaldi,
guðsþjónustum eða persónulegum áhrifum í einrúmi, verður reynslan að
skera úr. Val manna til slíkra ferðalaga hugsum vér oss í höndum bisk-
ups og Prestafélagsins, og ferðalögin aðallega bundin við þann tíma
ársins, sem ferðalög til sveita eru hentust, við sumartímann. Þó hugs-
um vér oss að vetrarferðir gætu einnig komið til greina, einkum til fyr-
irlestrahalds við námsskeið alþýðuskóla. Má í því sambandi benda á
beiðni skólastjórans á Laugum í Þingeyjarsýslu dags. 15. sept. og 25. nóv. f.
á., þar sem hann fer fram á, að Prestafélagið útvegi mann til að halda fyrir-
lestra um trúmál og kirkjumál á fyrirhuguðu fyrirlestramóti Lauga-skólans
í febrúar þ. á“. — Frumkvæðið að því að koma ferðaprestshugmynd-
inni í framkvæmd með þvf að fá fé með þessu móti, er frá séra Þor-
steini Briem á Akranesi. A hann og allir þeir þingmenn, sem hlyntu að
góðum undirtektum málsins á Alþingi, beztu þakkir skilið. Eru ákvæði
fjárlaganna fyrir árið 1927 um þetta á þessa leið : „Ef fé sparast á þess-
um lið (3: 14. gr. A. b. 4 : Framlag til prestlaunasjóðs) vegna þess að
prestaköll eru laus, er kirkjustjórninni heimilt, samkvæmt tillögu presta-
stefnu, að verja alt að einum prestlaunum til þess að greiða ferðakostn-
að handa prestvígðum manni, einum eða fleirum, til eflingar andlegri
samvinnu meðal presta og kristilegra áhrifa á söfnuði úti um Iand“. —
Samkvæmt þessu lá það undir vald prestastefnunnar að taka ákvörðun
um framkvæmd þessa lagaákvæðis. Tók synodus málið til meðferðar og
samþykti svohljóðandi tillögu: „Prestastefnan samþykkir að fela stjórn
Prestafélags íslands í samráði við biskup að annast tilhögun og undir-
búning ferða-prests-starfa 1927 samkv. 14. gr. fjárlaga þ. á. En jafnframt
mælir prestastefnan með því, að reynt verði að fá þá prófessor