Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 141
132
Þorsteinn Briem:
Prestafélagsritið.
í heimahögunum vaxa fegurstu ilmblóm æskunnar, blóm, sem
anga fram í háa elli, þeim sem átt hafa gott æskuheimili.
Þar er líftaugin. Líftaug hverrar þjóðar.
Sú þjóð, sem stefnir að heimilisleysinu, hún stefnir beint út
í glötun og eyðingu allra hinna dýrustu verðmæta, sem þjóð
getur eignast. Glötun heimilisins er glötun þjóðarinnar, —
glötun vor sjálfra.
Hér er því komin sóttkveikja inn í þjóðarlíkamann, mein,
sem er að grafa um sig, þó að yfirborðið sýnist heilt.
Og þá er rétt að gefa meininu gætur áður en alt er hol-
grafið. Þá er rétt að reyna að komast fyrir rætur þess, því
að í öllum sjúkdómum skiftir miklu að orsökin verði fundin.
Hverjar eru þá orsakir þessa meins, sem hér ræðir um?
Eg neita ekki, að orsakirnar geti verið fleiri en ein. En
því lengur sem ég hugsa um þetta efni, þess fleiri þræði
þykist ég geta rakið til þess, sem ég hygg að hér sé ein
megin-orsökin.
Ef vér athugum þetta mál frá sjónarmiði sögunnar, þá sjá-
um vér að engin þjóð hefir varðveitt betur ættar- og heimilis-
áhrifin, og engin þjóð orðið lífseigari, miðað við ytri aðstöðu,
en sú þjóðin, sem lengst og bezt hefir varðveitt helgidags-
haldið. Ef vér lítum umhverfis oss, til nágrannalandanna, þá
sjáum vér að sú þjóðin á þýðust ljóð um heimilisunaðinn og
að sú þjóðin syngur af mestum innileik um heimilisást sína,
sem bezt gætir hvíldardagshelginnar og bezt hefir hana
verndað. Einmitt sú þjóð hefir eignast málsháttinn: »My home
is my castle«, þ. e. heimilið er háborg mín — eða heimilið
er vígi mitt og vörn mín.
Ég hygg að það sé helgifriður hvíldardagsins, þar sem
hann er haldinn sem Guði vígður dagur og heimilishátíð, sem
hefir innrætt ensku og skozku þjóðinni hina djúpu lotningu
og innilegu heimilisást, er lýsir sér í siðum og venjum og
ljóðsöngvum þjóðarinnar. Og sú þjóð hefir orðið öndvegis-
þjóð. Hún hefir orðið athafnamesta þjóð heimsins, þótt hún
hafi tímt að halda hvíldardaginn helgan. Hvíldardagshelgin
hefir, ef svo má segja, endurnært 05 viðhaldið hreinu og