Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 41
36
]ón Heigason:
Prestnfélagsritiö.
haldiÖ einsíaklingnum vakandi eins og verið væri að íala við
þá. Hann var aldrei þur og kaldur. Prédikanir hans voru
hjartnæmar í orðsins beztu merkingu. Loks lagði hann og
hina mestu áherzlu á, að orðfærið væri sem veglegast, enda
vandaði hann það mjög á öllum prédikunum sínum og á öllu
sem hann ritaði. Alt hversdagslegt tal á prédikunarstólnum
var honum næsta ógeðfelt.
Faðir minn var hvorki raddmaður né yfirhöfuð söngmaður.
Hann hafði gaman af söng, en gat lítið sungið sjálfur. Veitti
honum því framan af erfitt að »ióna«, og eg hef það eftir
sjálfum honum, að fyrstu prestskaparárin hafi hann haft siíi
tónlagið á hverjum sunnudegi. En smámsaman fesiist hann í
rásinni, hvað tónið sneríir, og þótti það fara vel úr hendi eins
og altarisþjónustan yfir höfuð. Heyrði eg eitt sinn séra Stefán
á Kálfatjörn, sem tónaði allra presta bezt í þá daga, bera
föður mínum það vitni, að hann tónaði »bezt allra raddlausra
manna eða sönglegra viðvaninga*, sem hann hefði heyrt tóna.
Sálmalög kunni hann fá og átti oft erfiit með að »byrja«
þegar hann t. d. skírði í heimahúsum og enginn annar var
viðstaddur, sem gæti gert það.
En faðir minn varð ekki aðeins kennari hinnar upprenn-
andi prestakynslóðar árin, sem hann var við presíaskólann.
Það átti einnig fyrir honum að liggja að verða kennari hinn-
ar upprennandi kynslóðar yfirleiít á landi voru, með »Kristi-
legum barnalærdómi* sínum, sem út kom í fyrsta sinn 1877
og hefir síðan verið prentaður 11 sinnum í alt að 50 þús.
eintökum. Frá lokum 18. aldar fram að 1865 hafði lær-
dómsbók Balle verið eina leyfða lærdómsbókin undir ferm-
ingu. Hafði dr. Einar Guðmundsson frá Þorlaugarstöðum í
Vestmannaeyjum, er prestur varð í Noregi (t 1817), íslenzk-
að hana og hún verið prentuð í fyrsta sinn í Leirárgörðurn
1796. En 1865 fekk hún keppinaut þar sem var lærdómsbók
Balslevs, sem séra Olaiur Pálsson hafði íslenzkað. Hafði sú
bók þá um alllangt skeið verið notuð í Danmörku (og er það
enn langahnennast) og þótt gefasi vel, enda er hún prýðilega
samin. En hér var henni engan veginn eins vel tekið. Þótt