Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 151
142
Árni Árnason:
Prestafélagsritið.
Aftur eru sum störf óholl að því leyti, að þau eru bundin
við kyrsetur, meira að segja oft í óhollum líkamsstellingum.
Afleiðingar inniveru og kyrsetu geta orðið ýmislegur lasleiki,
lystarleysi, lélegt holdafar, blóðleysi og fleiri kvillar. Þessum
mönnum er það nauðsyn, að dvelja úti við og við. Og þeim
er það ekki nóg, að reika um i rökkri og myrkri, ef til vill
í slæmu borgarlofti, heldur þurfa þeir að njóta sólarljóssins
og hreina loftsins úti á víðavangi, helzt í sambandi við hreyf-
ingu og líkamsæfingar. Hvíldardagarnir geta veitt þessum
mönnum andlega og líkamlega hressingu.
Sum vinna er andlega óholl, ef svo má að orði kveða, til-
breytingarlaus, en þó þreytandi fyrir hugann. Svo er einkum
um ýmsa vinnu í verksmiðjum. Þeir menn þurfa ekki sízt að
halda á þeirri hressingu, tilbreytingu og hugarhvíld, sem
hvíldardagurinn getur veitt þeim, ef þeir nota hann rétt.
Loks má geta þess, að sum vinna er óholl, að því er til
matarræðisins kemur. Verkafólkið verður að hafa óreglulegar
máltíðir, óhentugt fæði, og oft bætir það ekki um, að konan
stundar vinnu líka og getur ekki matreitt fyrir mann sinn..
Á hvíldardögunum gefst þeim kostur á að gera sér daga-
mun, hafa reglulegar máltíðir og hollari fæðu. Þótt þetta
verði ekki nema einn dag í viku, þá er lítið betra en ekki
neitt, og veitir starfsfólkinu nokkra hressingu og ánægju. En
hún er einnig nokkurs virði, þegar litið er á heilsu og holl-
ustuhagi manna.
Þegar litið er á allar þessar ástæður, virðist það ljóst, að
þörf er á hvíldardögum. Menn eiga að geta notað þá til þess
að hvíla vöðvana, hvíla taugakerfið, njóta sólarljóssins og
hreina loflsins, ræsta líkamann sérstaklega og gera sér daga-
mun í matarræði. Venjulegi hvíldartíminn, kvöldið og nóttin,
er ekki einhlítur að þessu leyti. Helgidagahvíldin hefir sér-
stakt verðmæti í sér fólgið. Menn geta varið hvíldardögunum
hver á sinn hátt og þó vel, eins og drepið var á í greininni
um hvíld. Sá, sem stendur í stritvinnu alla vikuna úti undir
beru lofti, t. d. bóndinn um sláttinn, ver hvíldardeginum vel
með því, að hvíla sig inni. Hinn, sem alla vikuna hefir and-