Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 47
42
Jón Helgason:
Prestafélag8rit»ð.
veit hve nærri’ er æfiendi?«) Haustið 1869 hafði nefndin lokið
störfum. Hin nýja bók kom út 1871 og fékk þegar í stað
misjafnar viðtökur, enda var hún ekki gallalaus, þótt ekki væru
allir gallarnir nefndinni að kenna, heldur sumir jafnvel óvið-
komandi manni (Pétri Guðjohnsen), sem vegna laganna hafði
lánað handritið hjá biskupi og gert nokkrar textabreytingar —
að nefndarmönnum fornspurðum. Var þessu harðlega mótmælt
í Þjóðólfi þá um haustið af séra Stefáni, sem ekki heldur var
tiltökumál. Hitt var þó enn óskiljanlegra, að biskup skyldi
láta slíkt gjörræði viðgangast, því að honum stóð þó næst
að vaka yfir, að ekki væri misboðið þeim, sem verkið höfðu
unnið, með slíku, enda þótt í góðum tilgangi ætti að vera
gjört. Dómarnir um bókina fóru annars mjög sinn í hvora
áttina, en allir voru þeir áfellisdómar. Sumir höfðu horn í
síðu bókarinnar fyrir það, að þar væri farið alt of langt í því
að útiloka góða, gamla sálma hinnar eldri bókar og létu
reiði sína bitna á séra Stefáni Thórarensen, sem mest verk
hafði lagt til bókarinnar og átti sízt af öllu óþökk skilið
fyrir það starf (en þau munu hafa orðið einu launin, sem
hann bar úr býtum fyrir starf sitt!). Þjóðólfur (XXIV. ár, nr.
15—16) flutti nafnlausa útásetningargrein, ærið ónotalega, er
jafnvel vildi láta hefta sölu bókarinnar! Höfundurinn taldi sig
vera prest og var alment álitið, að séra Þórarinn Böðvarsson
ætti greinina. Aðrir fundu bókinni til foráttu, að útgefend-
urnir hefðu farið alt of skamt í niðurskurði léttmetis-
sálma úr Messusöngsbókinni og ekki tekið hina óteljandi
rímgalla ólagfærðu gömlu sálmanna því taki, sem hefði þurft.
Frá því sjónarmiði aðallega reit séra Björn í Laufási hvass-
yrta grein um bókina í Norðanfara (1872) og í sama streng
tók í sama blaði séra Gunnar Gunnarsson, þá á Svalbarði.
Meðal þeirra, sem þótti of skamt farið, var og faðir minn.
Mér vitanlega skrifaði hann ekki um þetta mál í blöðin, en
eg á í vörzlum mínum handrit af ritgerðarkorni um bókina,
sem eg ætla, að hann hafi sent séra Stefáni vini sínum til
yfirlesturs. Þessi stutta ritgerð er fróðleg, að því leyti sem hún
sýnir hvernig hann þá þegar leit á þetta sálmabókar-mál og