Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 92
Prestafélagsritiö.
KIRKJUGUÐRÆKNL
Eftir prófessor Sigurd P. Sívertsen.
Synoduserindi haldið í Dómkirkjunni 25. júní 1926.
Á síðustu prestastefnu talaði ég um heimilisguðrækni og
reyndi að sýna fram á, hvílík hætta trúarlífi þjóðar vorrar
væri búin, ef heimilisguðrækninni færi aftur, og hvílík nauð-
syn þessvegna væri á því að gera alt, sem unt væri, til þess
að glæða guðrækni heimilanna og gefa mönnum leiðbeiningar
í þá átt. Einnig leitaðist ég við að sýna fram á samband það,
sem væri milli heimilisguðrækninnar og hinna opinberu guðs-
þjónusta safnaðarins, og lagði áherzlu á, að hvorki mætti
vanrækja guðsdýrkun heimilanna, né safnaðarguðsþjónusturnar,
heldur ætti þetta hvorttveggja að vera samfara hjá hverjum
einstaklingi.
Nú langar mig til að tala nánar um guðræknisiðkanir þær,
sem fram fara í kirkjum vorum, og nefni því þetta erindi
kirkjuguðrækni, til aðgreiningar guðrækni þeirri, sem á sér
stað á heimilunum. — En þar eð efnið er víðtækt, er ekki
hægt að fara út í nema sumt af því, sem komið getur til
greina. Vil ég því, til þess að ekki valdi vonbrigðum eða
misskilningi, nefna atriðin, sem ég hugsa mér að taka til íhug-
unar. Eru þau þessi: 1) Takmark kirkjuguðrækninnar, 2) skil-
yrðin fyrir því, að þessu takmarki verði náð, 3) í hverju
kirkjuguðrækni vorri helzt sé ábótavant og 4) hvað sé hugsan-
legt að hægt sé að gera til þess að bæta úr þeim göllum. —
Ég sný mér þá að fyrsta atriðinu og spyr: Hvert er tak-
mark kirkjuguðraekninnar, að hvaða markmiði stefnir hún?
Ef gengið væri á milli manna og þeir spurðir um, til hvers