Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 75
70
]ón Helgason:
Prestafélagsritið.
Gullbringu- og Kjósarsýslu (1863), og seinna (1869) fyrir þrá-
beiðni vina sinna, séra Brynjólfs Jónssonar á Ofanleiti og Bjarna
sýslumanns E. Magnússonar í Vestmannaeyjum, gefid leyfi til
að láta kjósa sig á þing sem fulltrúa Vestmanneyinga. En
jafnskjótt og hann þóttist goldið hafa Torfalögin og jafnskjótt
og kjörtímabilið var á enda, dró hann sig (1873) æfilangt út
úr öllum afskiftum stjórnmála, sumpart vegna hinnar vaxandi
heyrnardeyfðar, en sumpart og fyrst og fremst vegna vaxandi
óbeitar á stjórnmálaþrasinu öllu. Eg geri þá líka ráð fyrir, að
honum hafi verið flest annað betur gefið en að fást við stjórn-
mál, þótt hann vildi gegna þeim störfum með sömu samvizku-
semi og öllum öðrum málum, sem hann tók að sér. Upp frá
því kom hann aldrei nálægt pólitík. Bæjarmál lét hann af-
skiftalaus með öllu. Einhverju sinni hafði ]ón ritari Jónsson
fundið upp á því, vitanléga að föður mínum fornspurðum, að
setja nafn hans á kosningarlista til bæjarstjórnar. Þegar faðir
minn frétti, að horfur mundu vera á því, að hann næði kosn-
ingu, kom honum það snjallræði í hug, sem dugði til að af-
stýra því: Hann fékk leyfi forstöðumanns til að gefa læri-
sveinum sínum frí úr kenslustundum, sem hann átti að hafa
kosningardaginn eftir hádegi, sendi þá síðan upp í Hegningar-
hús, þar sem kosning skyldi fara fram í bæjarþingsstofunni, og
fól þeim, að segja öllum er þeir næðu til, hve mikið áhugamál
honum væri það, að hann yrði ekki kosinn. Bar þetta þann
góða árangur, að faðir minn náði ekki kosningu og var með
því þungum steini af honum létt. —
En þar sem nú guðfræði-iðkanirnar og kenslustörfin í sam-
bandi við þær voru föður mínum jafn ljúf iðja og það var,
og staðan við prestaskólann jafn skemtileg og næðissöm og
hún var, skyldi mega ætla, að honum hefði aldrei getað til
hugar komið að hverfa frá starfi, þar sem hann jafn ómótmæl-
anlega var á sinni réttu hillu. En þetta reyndist þó ekki svo,
og álít eg ekki fullsagða sögu föður míns, nema vikið sé
stuttlega að þessu atriði.
í marz 1889 sótti Pétur biskup um lausn frá embætti sínu,
enda var hann þá kominn á 81. aldursárið og orðinn lítt fær