Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 78
PrcstafclagsríiiO.
Helgi Hálfdánarson.
73
og eg vildi þess vegna ekki draga mig í hlé, hefði mér orðið
sárt að skilja við mitt hæga, þægilega og fagra prestaskóla-
embætti. Eg þakka þess vegna Guði fyrir það sem lán mitt,
að fram hjá mér var gengið og að eg því fæ að halda því.
Fyrst í stað hefði minn erfiði fjárhagur ekki heldur batnað
neitt við breytinguna. Og auk þess er eg í raun og veru
orðinn of gamall, eins og borið er fyrir, og sjálfsagt ekki vel
lagaður til skrifstofustarfa. Eg óska þess því af öllu hjarta,
að séra Hallgr., sem eg virði svo mikið og mér er svo vel
við, megi auðnast að vinna það alt hinni íslenzku kristni til
heilla og framfara, sem mig langar til að unnið verði. Ef þú
því hittir hann, bið eg þig fyrir hvern mun, að láta hann ekki
með neinu verða þess^varan, að þú sért »fornærmaður« fyrir
mína hönd, heldur koma fram sem bezt við hann sem þinn
góðan fermingarföður og tilkomandi yfirboðara, ef þú verður
prestur eða kennari hér á landi*. —
Faðir minn hafði aldrei verið heilsuhraustur maður. Frá
æsku hafði hann verið höfuðveikur og fylgdi sú veiki honum
til æfiloka. Um langt tímaskeið bagaði hann heyrnardeyfð,
sem ágerðist eftir því sem aldur færðist yfir hann og það svo,
að hann átti erfitt með að heyra til prestsins í kirkjunni ef
hann var ekki því raddsterkari. En við þennan heyrnardeyfðar-
kvilla losnaði hann með öllu, kominn nokkuð á sextugs aldur,
fyrir tilverknað ungs læknis (Guðna Guðmundssonar frá
Mýrum), sem dvaldi hér í bænum eins árs tíma og hafði lagt
sérstaka stund á eyrnalækningar, svo að hann hafði ágæta
heyrn upp frá því. En hinar miklu kyrsetur hans við andleg
störf heima fyrir urðu þess valdandi, að mjög fór að bera á
meltingarveiklun, sem ágerðist eftir því sem árin liðu og varð
undanfari þess sjúkdóms, sem að síðustu varð banamein hans.
Þrjú síðustu æfiár hans urðu honum þung þjáningaár, en þó
nélt hann lengst af ferlivist og stundaði embætti sitt, þótt
einatt ætti sárerfitt með það. Og fram eftir öllu mun hann
hafa hlúð að vonum um bata. En þær vonir hans reyndust
*ál. Snemma árið 1893 fór hann til Kaupmannahafnar til þess
að leita sér heilsubótar og var ytra 3 mánuði, en sú för varð