Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 52
Prestafálagsritið.
Helgi Hálfdánarson.
47
aðrar hugsanir séu í eðlilagu sambandi við, en eigi stokkið
úr einni hugsun í aðra fjarskylda eða úr einum ræðuhætti í
annan svo sem úr ávarpi í umtal eða úr bæn í kenning.
16. gr. Engan nýkveðinn eða nýþýddan sálm skal taka, ef
þar er eigi fylgt þeim reglum sem rétt »metrík« og »pro-
sodía« setja, þannig að gætt sé bæði að atkvæða-áherzlu og
efnis-áherzlu (etymologiskri og logiskri áherzlu) orðanna, ljóð-
stafir (stuðlar og höfuðstafir) rétt settir og aldrei (eða sem
sjaldnast) látnir lenda á öðrum en áherzlu-atkvæðum, atkvæði
hverrar hendingar hvorki fleiri né færri en vera ber og
hvergi skothent þar sem saman á að rírna*. —
Annar nefndarfundurinn, þar sem allir nefndarmenn voru
samankomnir að undanteknum Valdimar Briem, sem var sjúk-
ur, var haldinn 30. júní 1879 og næstu daga. Lagði formaður
þá fram það sem honum hafði borist af sálmum um veturinn
og var það allmikið að vöxtunum. í þetta sinn var lítið gert
annað en að yfirfara sálmabókina frá 1871, til þess að kom-
ast eftir hverja af sálmum hennar nefndarmenn væru ásáttir
um að taka annaðhvort óbreytta, breytta eða endurþýdda.
Stóð fundur þessi til 4. júlí. Um haustið áttu sunnlenzku
nefndarmennirnir fund með sér dagana 1.—4. okt., allir nema
séra Stefán, sem var forfallaður. Var þá haldið áfram sama
verkinu og á júlífundinum. Til fulls var því verki ekki lokið
fyr en á næsta ári á fundum, sem haldnir voru 24. ágúst
«1 15. september 1880. Þá var og ákveðin bráðabirgða-
flokkaskipun hinnar væntanlegu nýju bókar, sem þó seinna var
alveg horfið frá, [og skoðaðir ýmsir sálmar frumkveðnir eða
býddir, nokkrir áður prentaðir, en flestir óprentaðir, bæði eftir
nefndarmenn sjálfa og aðra, og allmargir þeirra til bráða-
hirgða teknir til bókarinnar þeir, sem nefndinni kom saman
um, og þessum »teknu« sálmum raðað í flokka bókarinnar.
Árið 1881 átti nefndin engan fund með sér, af því að
nefndarmenn höfðu komið sér saman um að vinna þetta ár
sinn í hvoru lagi heima hjá sér það, sem þeir gætu, að nefnd-
arstörfum. Vorið eftir (1882) var tala sálmanna, sem nefndin
hafði þegar til bráðabirgða gert ráð fyrir að taka, og hinna