Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 181
172
Erlendar bækur.
Presfafélagsritið.
fara yfir handritið og lesa prófarkir, og hefir hann með þessu sem
öðru sýnt kærleika sinn og trygð fil hinnar íslenzku kirkju.
Bókinni fylgir biskupatal og ágætt registur. Höfundur tileinkar bók
þessa minningu látins æskuvinar, H. Hoffmeyers stiftprófasts, en hann
var einn hinn nýtasti kirkjumaður í Danmörku og sannur vinur fslands.
Kirkjusaga biskupsins hefir bætt úr mikilli þörf, hefir hún fengið hinar
beztu viðtökur hjá hinum mætustu mönnum erlendis, og á það fyllilega
skilið, að hún breiðist út með vorri eigin þjóð. Bj. J.
Thordur Tomasson: „Kors og Krone. Digte og Sange“. — O.
Lohse. Köbenhavn 1925. — 93 bls. — Verð 3 kr.
í Prestafélagsritinu 1923 var getið þá nýútkominna trúarljóða eftir
hinn góðkunna landa vorn sóknarprest Th. Tomasson; nefndi hann þetta
ljóðakver sitt „Mellem Bedeslag". Auðséð er, að trúarljóð þessi hafa náð
til æðimargra, því að nú er aftur komið út annað safn trúarljóða eftir
þennan sama höfund, kostað af sömu bókaútgefendum. Ber þetta nýja
safn heitið „Kors og Krone“. Er með því gefið til kynna, að yrkisefnið
sé, líkt og í fyrra safninu, aðallegast um krossinn Krists og krossferil
lærisveina hans og um trúarreynslu kristins manns, gleðina yfir því, að
fagnaðarerindi Krists sé kraftur Guðs til hjálpræðis hverjum þeim, er trúir.
Lengstu Ijóðin í safninu eru byrjunarljóðin, um Nikódemus, komu
hans til ]esú um nóttina og samtal ]esú við hann um endurfæðinguna
(Jóh. 3, 1. nn.), og um áhrifin sem Nikódemus varð fyrir af því samfali,
eins og frá þeim er skýrt í Jóh. 7, 50 nn. og 19, 38.—42. Þótt margt
sé fallegt í safni þessu, gæti ég hugsað að mörgum þyki þessi Nikó-
demusar-ljóð einna tilkomumest. En tvent gjörir Ijóðasafn þetta eftir-
fektarverðast fyrir oss íslendinga. Annað eru þýðingar, er í því birtast
á tveim sálmum vorum, en hift er hin bróðurlega kveðja handan yfir
hafið til kirkju vorrar.
Fyrri þýðingin er af sálmi séra Valdimars Briem: „Þótt holdið liggi
lágt". Fyrsta og fjórða erindið hljóðar svo:
„Ved Köd og Blod i Baand
jeg böjet sidder;
dog higer helst min Aand
mod Himmelvidder.
Den fölger Herren fro mod Tinder höje.
Saa yndigt Udsyn der:
Guds Unders Dyb jeg ser
med Aandens Oje.
Her stöjer striden Dyst
med Stormens Pile;