Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 194
Prestafélagsritið.
Erlendar bækur.
185
og síðast en ekki sízt um hið eiginlega „trúarþel" hinna fornu þjóða, er
birtist fagurlega í sumum sálmum þeirra, er geymst hafa á leirspjöldum
í rústum Babylonar. Er mjög fróðlegt að lesa um þetta efni, er höf. ber
saman andann í sálmum þessum og Davíðssálmum. Ðókin endar á að lýsa
hugmyndum manna um lífið eftir dauðann í sambandi við Qilgames sögn-
ina, sem þykir harla merkileg. Er freistandi að fara frekar út í efni bók-
arinnar, en tilgangurinn er ekki sá að tína upp efnið, heldur sá að benda
mönnum, einkum guðfræðingum, á nýjan sjónarhól, er gefur nokkra út-
sýn yfir vora eigin trú, einkum að því leyti, sem hún er í sambandi við
Gamla testamentið og trúarhugmyndir þess. Höf. minnist á kenningar
hinna svonefndu „Panbabylonista", þeirra, er hyggja að menning og trú-
arbrögð Assýringa og Babelmanna sé undirstaða undir menningu og trúar-
brögðum allra austrænna þjóða, já, að goðafræði og heimsfræði (Kosmo-
logia) nálega allra þjóða eigi rætur að rekja til stjörnuspeki og stjörnu-
dýrkunar hinnar eldfælnu menningarþjóðar í Babylon (Den Astral-myt-
hologiske Lære). Auðvitað fer höf. eigi mjög ítarlega út í röksemdir
þeirra, en setur fram hina Panbabylonsku kenningu í ágripi, og er sá
kafli mjög merkilegur, eigi sízt fyrir samanburð við Gamla testamentið.
Próf. Vold gagnrýnir í sfuttu máli sumt í staðhæfingum þessara fræði-
manna, en viðurkennir ré(tmæti þeirrar skoðunar, að til grundvallar fyrir
goðatrú og heimsskoðun Babelmanna, liggi æfaforn stjörnuspeki, presta-
vísdómur eða trúarkerfi, er síðar hafi, við áhrif frá menningu Babylon-
ar, mótað hugmyndir margra þjóða um goð (eða guði) og menn og al-
heim. Læf ég svo staðar numið. R. Ó.
Sænskar bækur.
„Svenska Kyrkans Ársbok 1926. Sjatte árgángen“. — Stockholm..
Svenska Kyrkans Diakonistyrelses Bokförlag. — 223 bls. —
Þetta er handhæg bók fyrir hvern þann, er vill fylgjast með í því, sem
gerist í kirkjumálum nágrannaþjóðanna. Bókin er full af fróðleik um
kirkjuleg málefni, ekki aðeins frá Norðurlöndum, heldur miklu víðar.
Og þarna eru engar málalengingar, en alt framsett í sem styztu máli,
skýrt og skipulega. Þarna er hægt að kynnast hag og starfsemi sænsku
kirkjunnar, og er lærdómsríkt að sjá, hvað starfsemi hennar er víðtæk
og starfsgreinarnar margar og félagsskapurinn öflugur. Þarna eru líka
yfirlitsgreinar um kirkjulif í Danmörku, Noregi og Finnlandi, og skýrslur
um skiftingu landanna í biskupsdæmi, stærð hvers biskupsdæmis og fólks-
fjölda, skiftingu hvers biskupsdæmis í prófastdæmi og prestaköll, og um
skiftingu landsmanna eftir trúarflokkum; ennfremur nöfn æðstu embættis-
manna kirknanna og guðfræðikennara háskólanna. Slíkar skýrslur eru