Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 188
Prestafélagsritið.
Erlendar bækur.
179
Hvorki hið skrifaða orð, né trúarsetningar kirkjunnar mega binda hann.
Hverjum manni er það eitt trú og trúarsannindi í raun og veru, sem hann
reynir í sínu eigin hjarta. Svo var um Lúther. „Alt sem var í samræmi
við trúarreynslu hans og dró hann nær Kristi var sannleikuv, alt annað
var lýgi, þótt staðfest væri af kirkjufundum og ritningarorði. Andlega ein-
valdari maður en Lúther hefir aldrei til verið. I klausturklefanum hans
fæddist með þjáningum hinn sanni maður, maðurinn sem er ímynd Quðs
á jörðunni, herra allra hluta og takmark allra hluta". Þannig kemst höf.
að orði. Vísast mæfa ýmsar skoðanir höf. mótmælum margra.
Ó. M.
„ Vartov-Præsier gennem 80 Aar. 1839—1919. Udgivet af Dr.
H. P. B. Barfod“. — Q. E. C. Gads Forlag. — 264 bls.
A námsárum mínum í Kaupmannahöfn kom ég oft í Vartovkirkju, og
hlustaði á gamlan prest, er hét Hoff. Mér fanst altaf vera hátíð inni í
litlu kirkjunni; þar sameinaðist kyrð, lotning og lofsöngur. Þar hlaut ég
oft að minnast orðanna: „Syngið drotni nýjan söng“.
í Vartov hefir hinn glaði sálmasöngur fengið að njóta sín. Þar hafa
margir af hinum fegurstu sálmum Grundfvigs verið sungnir í fyrsta sinn,
og á þeim árum, er Grundtvig var prestur við Vartovkirkju, var safnað-
arsöngurinn svo kröftugur, að tæplega heyrðist í orgelinu fyrir hinum
áhrifamikla söng kirkjugestanna.
Um þetta hafði ég heyrt og lesið, og þessvegna var mér forvitni að
lesa þessa bók, sem segir frá starfi Grundtvigs þau 33 ár, sem hann var
við Vartov, en þar prédikaði hann í síðasta sinn 1. sept. 1872, daginn
áður en hann dó, 89 ára gamall. Frásögn þessi, 80—90 bls., er hin
skemtilegasta og fróðlegasta, enda samin af mjög ritfærum manni, Holger
Begtrup, sem margir íslendingar kannast við.
Þá er sagt frá hinum ágæta presti og sálmaskáldi C. J. Brandt, og þá
gefin mjög góð lýsing á J. H. Monrad, er síðar var prestur við Marmara-
kirkjuna. Því næst er lýst^prestunum V. J. Hoff og Anders Andersen, og
að síðustu ritar Hermann Koch um sunnudag í Vartov.
Jeg veit með vissu, að bæði prestar og aðrir þeir, er unna kristnu
starfi, munu öðlast fróðleik, gleði og uppörfun við lestur þessarar ágætu
bókar, sem er gefin út af lækni og samin af prestum og kennurum.
Bj. 7.
„Dansk Kirkeliv medens Tiderne skifter. Redigeret
toft“. — G. E. C. Gads Forlag. — 240 bls.
Bók þessi er þannig rituð, að hún veitir árei?
marga ánægjustund. f bók þessari er hægt að fá mr
ar og góða þekkingu um kirkjulíf í Danmörku, op
hvernig kirkjunnar menn þar skrifa um þau á'